Fara í innihald

Kirkjustjórnarráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkjustjórnarráð eða Kirkjustjórnarráðið (danska: Kirkeinspektionskollegium) var stjórnardeild undir danska Kansellíinu, sem sá um kirkjumál. Kirkjustjórnarráðið starfaði á árunum 1737–1791, en áður sá Kansellíið sjálft um þennan málaflokk. Fyrsti yfirmaður Kirkjustjórnarráðsins var Johan Ludvig Holstein greifi.

Árið 1928 afhenti Ríkisskjalasafn Danmerkur Þjóðskjalasafni Íslands meginhluta þeirra skjala Kirkjustjórnarráðsins, sem snerta íslensk málefni. Eru þau varðveitt þar sem sérstök deild: Skjalasafn Kirkjustjórnarráðs.