Kirkja Óháða safnaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkja Óháða safnaðarins stendur við Háteigsveg 56 í Reykjavík, ekki langt frá Háteigskirkju. Kirkjan var fullreist árið 1959 og var vígð sumardaginn fyrsta það sama ár. Þáverandi biskup íslands, Ásmundur Guðmundsson, vígði kirkjuna. Fyrsti prestur safnaðarins var séra Emil Björnsson. Vígsluathöfnin hófst með klukknahringingu en kirkjan hafði fengið nýjar þýskar kirkjuklukkur og á þær er letrað nafn safnaðarins, vígsludagur og ártal, ásamt orðunum Soli deo gloria — guði einum dýrðina.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.