Fara í innihald

Ketchikan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ketchikan (Alaska))
Ketchikan.

Ketchikan er borg í suðaustur-Alaska á eyjunni Revillagigedo Island sem er hluti af Alexander-eyjaklasanum. Íbúar voru um 8200 árið 2016. Orðið Ketchikan er úr Tlingit-frumbyggja. En einar stærstu totem-súlur frumbyggja má finna á svæðinu. Meðal náttúrusvæða í námunda við borgina er Misty Fiords National Monument og Tongass National Forest. Mjög úrkomusamt er í Ketchikan og er ársúrkoma yfir 5000 mm að meðaltali.

Flugvöllurinn Ketchikan International Airport þjónar borginni og eru flug frá Seattle, Juneau, Sitka, Wrangell og Anchorage. Ferjur sigla til norðurs og til suðurs er tenging við Prince Rupert í Kanada.

Ketchikan, víðmynd.

Fyrirmynd greinarinnar var „Ketchikan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. feb. 2019.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.