Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson
Fædd
Bangkok Taílandi
StörfPrófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Kesara Margrét Jónsson (eða Kesara Anamthawat-Jónsson) er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.[1][2]

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Kesara fékk inngöngu í Raunvísindadeild Chulalongkorn Háskóla og lauk fjögurra ára námi við skólann árið 1974 með B.Sc. (Hons.) gráðu í grasafræði.[1]

Árið 1976 hlaut Kesara Fullbright styrkinn frá bandaríska sendiráðinu í Taílandi til framhaldsnáms við College of Liberal Arts and Sciences, University of Kansas. Hún nam grasafræði með áherslu á frumuerfðafræði, kerfisfræði plantna og þróunarfræði og varði MA-ritgerð[3] árið 1979.

Árið 1988 eftir nokkurra ára rannsóknavinnu á Íslandi hóf Kesara doktorsnám í frumuerfðafræði plantna við Líffræðideild Cambridge Háskóla, Churchill College. Kesara hlaut fjárhagsstyrk til doktorsnáms frá eftirfarandi; Chevening verðlaunin frá breska sendiráðinu í Reykjavík, the Overseas Fellowship frá breska ríkinu og svo aðstoðamannalaun úr rannsóknastyrknum BP Venture Research frá British Petroleum. Kesara varði doktorsritgerð sína[4] og útskrifaðist með PhD árið 1992.

Akademískur ferill[breyta | breyta frumkóða]

Kesara hóf sinn háskóla feril sem kennari við grasafræðideild Chulalongkorn háskóla (1973-1976) seinna frá 1979 sem lektor þangað til hún flutti til Íslands 1981. Kennslugreinar voru almenn grasafræði, plöntulífeðlisfræði og frumuerfðafræði. Við brottför frá Taílandi var Kesöru veitt heiðursorðan, Fjórða Orða Fílsins (The Most Exalted Order of the White Elephant, Companion (Fourth Class), จัตุรถาภรณ์ช้างเผือก) fyrir framlag hennar til menntamála í heimalandinu.

Ferill hennar á Íslandi hófs í janúar 1982 á Rannsóknarmiðstöð Landbúnaðarins (RALA) við Keldnaholt í Reykjavík (nú hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands) þangað til hún fór til Bretlands í doktorsnám. Á þessum tíma lagði hún grunn að litningatækni við rannsóknir á birki og öðrum íslenskum plöntum. Hún fékk þjálfun í plöntulitningatækni við háskólann í Helsinki[5] og svo þjálfun í frumuerfðafræði dýra við Dýralæknadeild Guelph Háskóla.[6] Eftir doktorsnám í Bretlandi kom Kesara til baka til starfa við RALA (1992-1996), og stundaði rannsóknir á erfðafræði birkis og melgresis.

Árið 1996 hóf Kesara störf sem lektor við Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Hún fékk framgang í stöðu dósentar árið 1997 og síðan prófessors frá 1. janúar 1999. Hún hefur kennt bæði grunn- og framhaldnámskeið við deildina, eins og lífheiminn, plöntulífeðlisfræði, plöntuerfðafræði og líftækni, frumuerfðafræði og hitabeltislíffræði. Kesara hefur leiðbeint og útskrifað tólf meistara- og doktorsnema Háskóla Íslands og frá háskólum í Finnlandi, Svíþjóð og Taílandi. Átta meistara- og doktorsnemar eru enn að störfum undir hennar umsjón.[1]

Erfðafræðileg saga birkis á Íslandi (1982 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Kesöru undanfarin 37 ár, frá því hún hóf starf á Íslandi, hafa að mestu snúist um erfðafræði íslenskra plantna[2] og hefur hún gert ýmsar uppgötvanir á því sviði, í samvinnu við nemendur og samstarfsaðila bæði innan- og utanlands.[7] Kesara hefur meðal annars rannsakað erfðafræðilega eiginleika íslensks birkis. Íslenskt birki er oftast kræklótt og það er vegna kynblöndunar við fjalldrapa.[8][9][10][11][12][13]Genaflæði á milli birkis og fjalldrapa á vegum tegundablöndunar[14][15] er talið vera þróunarfræðilegur kostur fyrir tegundirnar til að geta lifað af umhverfisbreytingum. Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir undir umsjón Kesöru[16][17] hafa staðfest genaflæðið og hafa leitt í ljós að íslenskt birki hefur mismunandi uppruna. Merki um hrinur tegundablöndunar fundust í tengslum við hlýnandi veðráttu og útbreiðslu birkis nálægt hlýjasta skeiði nútíma.[18][19][20][21][22][23] Kesara hefur einnig rannsakað aðrar trjátegundir, þar á meðal ösp, reyni og víði.[24][25][26][27]

Uppbygging frumukjarna og flúrljómun litninga í plöntum (1988 – 1995)[breyta | breyta frumkóða]

Á doktornámsárunum vann Kesara fyrst við verkefni þar sem hún notaði ljós- og rafeindasmásjártækni til að staðfesta módel um innri uppbyggingu frumukjarna í plöntum.[28] Síðan tók hún virkan þátt í aðalvekefnum rannsóknahópsins, sem var þróun litningaaðferða með notkun flúrsmásjártækninnar, m.a. GISH-aðferðarinnar (Genomic In Situ Hybridization).[29] Við doktorsverkefnið hennar var aðferðin notuð í aðgreiningu litningatilfærsla í eftirsóttum hveitiyrkjum[30][31] og við aðgreiningu forfeðra erfðamengja í blendingstegundum.[32][33][34][35][36]

Erfðamengi kornjurta – frá byggi til melgresis (1989 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Kesara hefur rannsakað erfðamengi fjölmargra tegunda í undirætt hveitis (Triticeae). Hún vann við kortlagningu retróstökkla í byggi, með notkun litningaaðferða og flúrsmásjártækninnar.[37][38][39][40] Þá vann hún með greiningu erfðamengja í fjöllitna Triticeae tegundum, í samvinnu við hennar doktorsnemenda og samstarfsaðila á Íslandi og í Evrópu.[41][42][43][44][45][46] Kesara hefur unnið nánar með íslenskt melgresi (Leymus arenarius), þ.á.m. fann hún uppruna erfðamengja melgresis og greindi erfðabreytileika meðal melgresisstofna á landinu.[47][48][49][50][51][52]

Melhveiti – ný kornjurtategund, nýtt brauð (1992 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Kesara hefur unnið að þróun nýrrar korntegundar til brauðgerðar sem hún nefnir „melhveiti“ (Triticoleymus). Það er manngerð blendingstegund sem mynduð er með víxlfrjóvgun milli melgresis og hveiti.[53][54][55][56] og er talið henta í ræktun á Íslandi. Erfðamengi nokkurra stofna samanstendur að tveimur þriðju hlutum úr hveiti og einum þriðja melgresi.[57][58] Kesara hefur þróað nokkra einæra stofna melhveitis sem tilbúnir eru til tilraunaræktunar. Vonir standa til að melhveitismjöl geti bætt bragð, áferð og næringargildi hveitibrauðs.

Litningatækni fyrir sjúkdómsgreiningu og krabbameinsrannsóknir á Íslandi (1993 – 1998)[breyta | breyta frumkóða]

Kesara kom til Íslands með flúrljómunartækni við greiningu mannalitninga. Í fyrsta lagi kenndi hún notkun aðferðanna, til dæmis við greiningu sjúkdómsvaldandi litningabreytinga. Í öðru lagi leiddi hún í fyrsta skipti hérlendis verkþætti um litningagreiningu í rannsóknum í tengslum við brjóstakrabbamein, einkum við BRCA2 og p53 stökkbreytingarnar.[59][60][61][62][63][64]

Erfðafræði landnámsplantna á Surtsey (2010 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Undanfarin tíu ár hefur Kesara rannsakað erfðalandfræði og landnám blómplantna í Surtsey, bæði landnám fyrstu tegunda sem átti sér stað sjóleiðis, eins og melgresi (Leymus) og fjöruarfa (Honckenya), og landnám tegunda sem dreifast með fuglum, svo sem túnvinguls (Festuca) og krækilyngs (Empetrum).[65][66]Fjöruarfi í Surtsey einkennist af miklum erfðabreytileika innan eyjarinnar, líklegast vegna mismunandi uppruna utan frá, vegna aðlögunar að nýju og breytilegu búsvæði og sökum ungs aldurs Surtseyjar.

Stuðningur við starfsemi á sviði smásjártækninnar á Íslandi og á Norðurlöndum (2007 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Kesara hefur nýtt smásjártækni í rannsóknum sínum, sérstaklega ljós- og rafeindasmásjá í lífræðilegum rannsóknum. Nýverið veitti hún aðstoð við notkun rafeindasmásjár í rannsóknum hjá öðrum fræðasviðum hérlendis og utan frá, eins og vistfræði og fornleifafræði.[67][68][69][70] Hún hefur einnig skrifað fréttir um tæknina, til dæmis um nýjasta uppgötvun á sviði ljóssmásjártækninnar við sameindagreiningu í líffræðilegum tilgangi.[71]

Kesara hefur látið mikið að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi innan fagfélaga á sviði smjásjártækni og hefur m.a. gegnt embætti forseta SCANDEM Nordic Microscopy Society, fagfélags á Norðurlöndum um smásjártækni, bæði á sviði líf- og eðlisvísinda, frá janúar 2014. SCANDEM heldur árlega ráðstefnu og hefur hún tvisvar farið fram á Íslandi, 2009 og 2017,[72] bæði skiptin í Háskóla Íslands. Í gegnum störf sín sem forseti SCANDEM var henni boðið sæti í stjórn Konunglega breska smásjárfélagsins (The Royal Microscopical Society – RMS). Kesara var síðan kosin sem meðlimur félagsins (þ.e. Fellow of the Royal Microscopy Society FRMS) í byrjun janúar 2019, fyrst íslenskra vísindamanna.[73]

Kennslu– og rannsóknasamstarf í Taílandi (2003 – nú)[breyta | breyta frumkóða]

Á síðustu tuttugu árum hefur Kesara verið að endurnýja kennslu- og rannsóknasamstarfið við Taíland, einkum við Chulalongkorn háskóla og Mahidol háskóla í Bangkok. Í heimsóknum hennar til Taílands hefur hún haldið fræðileg erindi og kennt námskeið og vinnustofur um tækni í frumuerfðafræði plantna. Kesara hefur einnig verið meðleiðbeinandi doktorsnema við þessa háskóla, við rannsóknir á hitabeltis trjátegundum[74][75][76][77] og lyfjajurtum.[78][79][80][81]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Kesara Margrét Jónsson. Prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði“. Sótt 3. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 „Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?“. Sótt 3. júlí 2019.
  3. Anamthawat K. (1979). Vegetative and reproductive growth of Clarkia nitens and Clarkia speciosa polyantha (North and South chromosome races) in relation to drought in garden experiments. M.A. Thesis. University of Kansas, USA. Pp. 166
  4. Anamthawat-Jónsson KM (1992) Molecular cytogenetics and nuclear organization in the Triticeae. Ph.D. Thesis. University of Cambridge, UK. Pp. 277.
  5. Anamthawat-Jónsson K, Atipanumpai L, Tigerstedt PMA and Tómasson Th (1986) The Feulgen-Giemsa method for chromosomes of Betula species. Hereditas 104: 321-322. DOI: 10.1111/j.1601-5223.1986.tb00547.x
  6. Anamthawat-Jónsson K, Long SE, Basrur PK and Adalsteinsson S (1992) Reciprocal translocation (13;20)(q12;q22) in an Icelandic sheep. Research in Veterinary Science 52: 367-370.
  7. Google Scholar. Kesara Anamthawat-Jonsson.
  8. Anamthawat-Jónsson K and Tómasson Th (1990) Cytogenetics of hybrid introgression in Icelandic birch. Hereditas 112: 65-70. DOI: 10.1111/j.1601-5223.1990.tb00138.x
  9. Anamthawat-Jónsson K and Heslop-Harrison JS (1995) Molecular cytogenetics of Icelandic birch species: physical mapping by in situ hybridization and rDNA polymorphism. Canadian Journal of Forest Research 25: 101-108. DOI: 10.1139/x95-012
  10. Anamthawat-Jónsson K and Tómasson T (1999) High frequency of triploid birch hybrid by Betula nana seed parent. Hereditas 130: 191-193. DOI: 10.1111/j.1601-5223.1999.00191.x
  11. Anamthawat-Jónsson, K. and Thórsson, Æ. Th. (2003). Natural hybridization in birch: Triploid hybrids between Betula nana and B. pubescens. Plant Cell Tissue and Organ Culture 75: 99-107. DOI: 10.1023/A:1025063123552
  12. Anamthawat-Jónsson, K., Thórsson, Æ.Th., Temsch, E.M., Greilhuber, J. (2010) Icelandic birch polyploids – the case of perfect fit in genome size. Journal of Botany 2010: article ID 347254.
  13. Kesara Anamthawat-Jónsson. (March 2018). Triploid birch hybrids: Fluorescence imaging of birch mitosis and meiosis. Imaging & Microscopy 20(1): 18-20. Wiley VCR Verlag GmbH & Co.
  14. Thórsson Æ, Salmela E and Anamthawat-Jónsson K (2001) Morphological, cytogenetic, and molecular evidence for introgressive hybridization in birch. Journal of Heredity 92: 404-408. DOI: 10.1093/jhered/92.5.404
  15. Thórsson, Æ.Th., Pálsson, S., Sigurgeirsson, A., Anamthawat-Jónsson, K. (2007). Morphological variation among Betula nana (diploid), B. pubescens (tetraploid) and their triploid hybrids in Iceland. Annals of Botany 99: 1183-1193. DOI: 10.1093/aob/mcm060
  16. Thórsson, Æ. Th., Pálsson, S., Lascoux, M., Anamthawat-Jónsson, K. (2010). Introgression and phylogeography of Betula nana (diploid), B. pubescens (tetraploid) and their triploid hybrids in Iceland inferred from cp-DNA haplotype variation. Journal of Biogeography 37: 2098-2110. DOI: 10.1111/j.1365-2699.2010.02353.x
  17. Anamthawat-Jónsson, K. (2012). Hybridisation, introgression and phylogeography of Icelandic birch. In: Current Topics in Phylogenetics and Phylogeography of Terrestrial and Aquatic Systems (K Anamthawat-Jónsson, ed.). InTech – Open Access Publisher, Croatia, pp. 117-144, ISBN 978-953-51-0217-5.
  18. Karlsdóttir L, Thórsson ÆTh, Hallsdóttir M, Sigurgeirsson A, Eysteinsson Th, Anamthawat-Jónsson K (2007) Differentiating pollen of Betula species from Iceland. Grana 46: 78-84. DOI: 10.1080/00173130701237832
  19. Karlsdóttir L, Hallsdóttir M, Thórsson ÆTh, Anamthawat-Jónsson K (2008) Characteristics of pollen from natural triploid Betula hybrids. Grana 47: 52-59. DOI: 10.1080/00173130801927498
  20. Lilja Karlsdóttir, Margrét Hallsdóttir, Ægir Þór Þórsson, Kesara Anamthawat-Jónsson. (2009). Frjórkorn fjalldrapa og ilmbjarkar á Íslandi: Stærð og útlitseinkenni. Náttúrufræðingurinn 77: 70-75
  21. Karlsdóttir L, Hallsdóttir M, Thórsson ÆTh, Anamthawat-Jónsson K (2009) Evidence of hybridisation between Betula pubescens and B. nana in Iceland during the early Holocene. Review of Palaeobotany and Palynology 156: 350-357. DOI: 10.1016/j.revpalbo.2009.04.001
  22. Karlsdóttir L, Hallsdóttir M, Thórsson ÆTh, Anamthawat-Jónsson K (2012) Early Holocene hybridisation between Betula pubescens and B. nana in relation to birch vegetation in Southwest Iceland. Review of Palaeobotany and Palynology 181: 1-10. DOI: 10.1016/j.revpalbo.2012.05.001
  23. Karlsdóttir, L. Hallsdóttir, M., Eggertsson, Ó., Thórsson, Æ.Th., Anamthawat-Jónsson, K. (2014). Birch hybridization in Thistilfjördur, North-east Iceland during the Holocene. Icelandic Agricultural Sciences 27: 95-109. ISSN: 1670-567X WOS: 000345273200010
  24. Sigurdsson V, Anamthawat-Jónsson K and Sigurgeirsson A (1995) DNA fingerprinting of Populus trichocarpa clones using RAPD markers. New Forest 10: 197-206.
  25. Anamthawat-Jónsson K and Sigurðsson V (1998) Chromosome number of Icelandic Populus tremula L. Nordic Journal of Botany 18: 471-473.
  26. Kesara Anamthawat-Jónsson og Hjörtur Þorbjörnsson (2016) Úlfareynir. Skógræktarritið 2016, 1. tbl., bls. 6-16.
  27. Kesara Anamthawat-Jónsson (2017) Íslensk afbrigði gulvíðis Salix phylicifolia: Brekkuvíðir og Tunguvíðir (Icelandic varieties of Salix phylicifolia: Brekkuvíðir and Tunguvíðir). Skógræktarritið 2017(1): 46-52.
  28. Anamthawat-Jónsson K and Heslop-Harrison JS (1990) Centromeres, telomeres and chromatin in the interphase nucleus of cereals. Caryologia 43: 205-213. DOI: 10.1080/00087114.1990.10796999
  29. Anamthawat-Jónsson K, Schwarzacher T, Leitch AR, Bennett MD and Heslop-Harrison JS (1990) Discrimination between closely related Triticeae species using genomic DNA as a probe. Theoretical and Applied Genetics 79: 721-728. DOI: 10.1007/BF00224236
  30. Heslop-Harrison JS, Leitch AR, Schwarzacher T and Anamthawat-Jónsson K (1990) Detection and characterization of 1B/1R translocations in hexaploid wheat. Heredity 65: 385-392. DOI: 10.1038/hdy.1990.108
  31. Schwarzacher T, Anamthawat-Jónsson K, Harrison GE, Islam AKMR., Jia JZ, King IP, Leitch AR, Miller TE, Reader SM, Rogers WJ, Shi M and Heslop-Harrison JS (1992) Genomic in situ hybridization to identify alien chromosomes and chromosome segments in wheat. Theoretical and Applied Genetics 84: 778-786. DOI: 10.1007/BF00227384
  32. Schwarzacher T, Heslop-Harrison JS, Anamthawat-Jónsson K, Finch RA and Bennett MD (1992) Parental genome separation in reconstructions of somatic and premeiotic metaphases of Hordeum vulgare x H. bulbosum. Journal of Cell Science 101: 13-24.
  33. Anamthawat-Jónsson K and Heslop-Harrison JS (1992) Species specific DNA sequences in the Triticeae. Hereditas 116: 49-54. DOI: 10.1111/j.1601-5223.1992.tb00204.x
  34. Anamthawat-Jónsson K, Schwarzacher T and Heslop-Harrison JS (1993) Bahavior of parental genomes in the hybrid Hordeum vulgare x H. bulbosum. The Journal of Heredity 84: 78-81. DOI: 10.1093/oxfordjournals.jhered.a111282
  35. Anamthawat-Jónsson K and Heslop-Harrison JS (1993) Isolation and characterization of genome-specific DNA sequences in Triticeae species. Molecular and General Genetics 240: 151-158. DOI: 10.1007/BF00277052
  36. Anamthawat-Jónsson K, Reader SM (1995). Preannealing of total genomic DNA probes for simultaneous genomic in situ hybridization. Genome 38: 814–816. DOI: 10.1139/g95-104
  37. Suoniemi A, Anamthawat-Jónsson K, Arna T and Schulman A (1996) Retrotransposon BARE-1 is a major, dispersed component of the barley (Hordeum vulgare L.) genome. Plant Molecular Biology 30: 1321-1329. DOI: 10.1007/BF00019563
  38. Vicient CM, Suoniemi A, Anamthawat-Jónsson K, Tanskanen J, Beharav A, Nevo E and Schulman AH (1999) Retrotransposon BARE-1 and its role in genome evolution in Hordeum. The Plant Cell 11: 1769-1784. DOI: 10.1105/tpc.11.9.1769
  39. Vicient CM, Kalendar R, Anamthawat-Jónsson K, Suoniemi A and Schulman AH (1999) Structure, functionality, and evolution of the BARE-1 retrotransposon of barley. Genetica 107: 53-63. DOI: 10.1023/A:1003929913398
  40. Kalendar R, Vicient CM, Peleg O, Anamthawat-Jónsson K, Bolshoy A and Schulman AH (2004) Large retrotransposon derivatives: Abundant, conserved but nonautonomous retroelements of barley and related genomes. Genetics 166: 1437-1450. DOI: 10.1534/genetics.166.3.1437
  41. Orgaard M and Anamthawat-Jónsson K (2001) Genome discrimination by in situ hybridization in Icelandic species of Elymus and Erytrigia (Poaceae: Triticeae). Genome 44: 275-283. DOI: 10.1139/gen-44-2-275
  42. Ellneskog-Staam P, Salomon B, von Bothmer R and Anamthawat-Jónsson K (2001) Trigenomic origin of the hexaploid Psammopyrum athericum (Triticeae: Poaceae) revealed by in situ hybridization. Chromosome Research 9: 243-249. DOI: 10.1023/A:1016604705296
  43. Ellneskog-Staam P, Salomon B, von Bothmer R and Anamthawat-Jónsson K (2003) The genome composition of hexaploid Psammopyrum athericum and octoploid Psammopyrum pungens (Poaceae: Triticeae). Genome 46: 164-169. DOI: 10.1139/G02-115
  44. Ellneskog-Staam P, Takeda S, Salomon B, Anamthawat-Jónsson K and von Bothmer R. (2006) Identifying the genome of wood barley Hordelymus europaeus (Triticeae; Poaceae). Hereditas 143: 103-112. DOI: 10.1111/j.2006.0018-0661.01953.x
  45. Ellneskog-Staam P, von Bothmer R, Anamthawat-Jónsson K and Salomon B (2007) Genome analysis of species in the genus Hystrix (Triticeae; Poaceae). Plant Systematics and Evolution 265: 241-249. DOI: 10.1007/s00606-006-0509-7
  46. Víctor Lucía, M. Montserrat Martínez-Ortega, Enrique Rico, Kesara Anamthawat-Jónsson (2019) Discovery of the genus Pseudoroegneria (Triticeae, Poaceae) in the Western Mediterranean and on exploring the genetic boundaries of Elymus. Journal of Systematics and Evolution 57(1): 23-41. DOI: 10.1111/jse.12426
  47. Anamthawat-Jónsson K, Bragason BTh, Bödvarsdottir SK and RMD Koebner (1999) Molecular variation in Leymus species and populations. Molecular Ecology 8: 309-315. DOI: 10.1046/j.1365-294X.1999.00575.x
  48. Anamthawat-Jónsson K and Bödvarsdóttir SK (2001) Genomic and genetic relationships among species of Leymus (Poaceae: Triticeae) inferred from 18S.26S ribosomal genes. American Journal of Botany 88: 553-559. DOI: 10.2307/2657053
  49. Anamthawat-Jónsson K (2001) Genetic and genomic relationships in Leymus Hochst. Hereditas 135: 247-253. DOI: 10.1111/j.1601-5223.2001.00247.x
  50. Bödvarsdóttir SK and Anamthawat-Jónsson K (2003) Isolation, characterization and analysis of Leymus-specific DNA sequences. Genome 46: 673-682. DOI: 10.1139/G03-029
  51. Anamthawat-Jónsson K, Wenke T, Thórsson ÆTh, Sveinsson S, Zakrzewski F, Schmidt T (2009) Evolutionary diversification of satellite DNA sequences from Leymus (Poaceae: Triticeae). Genome 54(4): 381-390. DOI: 10.1139/G09-013
  52. Anamthawat-Jónsson K (2014) Molecular cytogenetics of Leymus: Mapping the Ns genome-specific repetitive sequences. Journal of Systematics and Evolution 52(6): 716-721. (Q2, IF 1.648) DOI: 10.1111/jse.12106
  53. Anamthawat-Jónsson K, Guðmundsson J, Bragason B, Martin PK and Koebner RMD (1994) Perennial lymegrass (Leymus arenarius and L. mollis) as potential crop species for northern latitudes. Proceedings of the 2nd International Triticeae Symposium (eds. Wang RR-C, Jensen KB and Jaussi C) Logan, Utah, USA, pp. 59-64.
  54. Anamthawat-Jónsson K (1995) Wide-hybrids between wheat and lymegrass: breeding and agricultural potential. Búvísindi 10: 101-113
  55. Koebner RMD, Martin PK and Anamthawat-Jónsson K (1995) Multiple branching stems in a hybrid between bread wheat (Triticum aestivum) and lymegrass (Leymus mollis). Canadian Journal of Botany 73: 1504-1507. DOI: 10.1139/b95-162
  56. Anamthawat-Jónsson K, Bödvarssdóttir SK, Bragason BTh, Gudmundsson J, Martin PK and Koebner RMD (1997) Wide-hybridization between species of Triticum L. and Leymus Hochst. Euphytica 93: 293-300. DOI: 10.1023/A:1002965322262
  57. Anamthawat-Jónsson K and Bödvarsdóttir SK (1998) Meiosis of wheat x lymegrass hybrids. Chromosome Research 6: 339-343. DOI: 10.1023/A:1009281911723
  58. Anamthawat-Jónsson K (1999) Variable genome composition in stable Triticum x Leymus amphiploids. Theroretical and Applied Genetics 99: 1087-1093. DOI: 10.1007/s001220051313
  59. Eyfjörd JE, Thoracius S, Steinarsdóttir M, Valgardsdóttir R, Ögmundsdóttir HM and Anamthawat-Jónsson K (1995) P53 abnormalities and genomic instability in primary breast carcinomas. Cancer Research 55: 646-651.
  60. Anamthawat-Jónsson K, Eyfjörd JE, Ögmundsdóttir HM, Pétursdóttir I and Steinarsdóttir M (1996) Instability of chromosomes 1, 3, 16 and 17 in primary breast carcinomas inferred by fluorescent in situ hybridization. Cancer Genetics and Cytogenetics 88: 1-7. DOI: 10.1016/0165-4608(95)00203-0
  61. Valgardsdottir R, Steinarsdottir M, Anamthawat-Jónsson K, Petursdottir I, Ögmundsdottir HM and Eyfjörd JE (1996) Molecular genetics and cytogenetics of breast carcinomas: comparison of the two methods. Cancer Genetics and Cytogenetics 92: 37-42. DOI: 10.1016/S0165-4608(96)00150-1
  62. Bödvarsdóttir SK, Sigurdsson S, Steinarsdóttir M, Eyfjörd JE, Ögmundsdóttir HM and Anamthawat-Jónsson K (1998) Simultaneous detection of p53 nuclear protein and chromosome aberrations on sections from formalin-fixed, paraffin-embedded breast cancer tissue. Chromosome Research 6: 233-235.
  63. Gretarsdottir S, Thorlacius S, Valgardsdottir R, Gudlaugsdottir S, Sigurdsson S, Steinarsdottir M, Jonasson JG, Anamthawat-Jonsson K and Eyfjord JE (1998) BRCA2 and p53 mutations in primary breast cancer in realtion to genetic instability. Cancer Research 58: 859-862.
  64. Sigurdsson S, Bödvarsdóttir SK, Anamthawat-Jónsson K, Steinarsdóttir M, Valgardsdóttir R, Jonasson JG, Ögmundsdóttir HM and Eyfjörd JE (2000) p53 abnormalities and chromosomal instability in the same breast tumor cells. Cancer Genetics and Cytogenetics 121: 150-155. DOI: 10.1016/S0165-4608(00)00260-0
  65. Árnason, S.H., Thórsson, Æ.Th., Magnússon, B., Philipp, M., Adsersen, H.E, Anamthawat-Jónsson, K. (2014) Spatial genetic structure of the sea sandwort (Honckenya peploides) on Surtsey: an immigrant's journey. Biogeosciences 11: 6495-6507. DOI: 10.5194/bg-11-6495-2014
  66. Sutkowska, A., Anamthawat-Jónsson, K., Magnússon, B., Baba, W., Mitka. J. (2015) ISSR analysis of two founding plant species on the volcanic island Surtsey, Iceland: grass versus shrub. Surtsey Research 13: 17-30 (www.surtsey.is). ISSN 1608-0998
  67. Seth Brewington, Megan Hicks, Ágústa Edwald, Árni Einarsson, Kesara Anamthawat-Jónsson, et al. (2015) Islands of change vs. islands of disaster: Managing pigs and birds in the Anthropocene of the North Atlantic. The Holocene 25(10): 1676-1684. DOI: 10.1177/0959683615591714
  68. Megan Hicks, Árni Einarsson, Kesara Anamthawat-Jónson, Ágústa Edwald Maxwell, Ægir Thór Thórsson, Thomas H. McGovern (2019) Community and Conservation: Documenting Millennial Scale Sustainable Resource Use at Lake Mývatn Iceland. Chapter 12: 226-245. In: Christian Isendahl & Daryl Stump (eds.) The Oxford Handbook of Historical Ecology and Applied Archaeology, Oxford University Press. ISBN 9780199672691
  69. Rannveig Þórhallsdóttir, Joe W. Walser III, Steinunn Kristjánsdóttir, Kesara Anamthawat-Jónsson (2019) SEM analysis of an archaeological hair sample from East-Iceland and comparative samples from nine modern-day species of mammals from the region. Journal of Archaeological Science: Reports 24: 24-29. DOI: 10.1016/j.jasrep.2018.12.022
  70. Gunnar Steinn Jónsson, Kesara Anamthawat-Jónsson (in press) Notkun rafeindasmásjár við tegundagreiningar á svifþörungum í Þingvallavatni (The use of scanning electron microscopy (SEM) for the identification of phytoplanton taxa in Lake Thingvallavatn). Náttúrufræðingurinn 87(3-4)
  71. Kesara Anamthawat-Jónsson. (2014). Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? Vísindavefurinn 20.11.2014. Sótt af: http://visindavefur.is/?id=68578
  72. Ljóssmásjártækni er bylting. (2017, 10. júní). Morgunblaðið, Fréttir, innlent.
  73. Háskóli íslands. (2019). Kesara tekin inn í Konungslega breska smásjáfélagið. Sótt af: https://www.hi.is/frettir/kesara_tekin_inn_i_konunglega_breska_smasjarfelagid
  74. Chokchaichamnankit P, Chulalaksananukul W, Phengklai C, Anamthawat-Jónsson K (2007) Karyotypes of some species of Castanopsis, Lithocarpus and Quercus (Fagaceae) from Khun Mae Kuong Forest in Chiang Mai province, northern Thailand. Thai Forest Bulletin (Botany) 35: 38-44.
  75. Chokchaichamnankit P, Anamthawat-Jónsson K, Chulalaksananukul W (2008) Chromosomal mapping of 18S-25S and 5S ribosomal genes on 15 species of Fagaceae from northern Thailand. Silvae Genetica 57: 5-13. DOI: 10.1515/sg-2008-0002
  76. Chokchaichamnankit P, Chulalaksananukul W, Phengklai C, Anamthawat-Jónsson K (2008) Species and genetic diversity of Fagaceae in northern Thailand based on ISSR markers. Journal of Tropical Forest Science 20: 8-18.
  77. Chokchaichamnankit P, Anamthawat-Jónsson K (2015) Cytogenetics of the rare and endangered Trigonobalanus doichangensis (Fagaceae) from northern Thailand. Journal of Tropical Forest Science 27(1): 60-68. ISSN: 0128-1283 WOS: 000349431200008
  78. Soontornchainaksaeng P, Anamthawat-Jónsson K (2011) Ribosomal FISH mapping reveals hybridity in phytoestrogen producing Curcuma species from Thailand. Plant Systematics and Evolution 292 (1-2): 41-49. DOI: 10.1007/s00606-010-0408-9
  79. Puangpairote Tidarat, Maknoi Charun, Jenjittikul Thaya, Anamthawat-Jónsson Kesara, Soontornchainaksaeng Puangpaka (2016) Natural triploidy in phyto-oestrogen producing Curcuma species and cultivars from Thailand. Euphytica 208: 47-61. DOI: 10.1007/s10681-015-1497-x
  80. Nopporncharoenkul Nattapon, Jatuporn Chandrmai, Thaya Jenjittikul, Kesara Anamthawat-Jónsson and Puangpaka Soontornchainaksaeng (2017) Chromosome number variation and polyploidy in 19 Kaempferia (Zingiberaceae) taxa from Thailand and one species from Laos. Journal of Systematics and Evolution 55(5): 466-476. DOI: 10.1111/jse.12264
  81. Paweenut Lekhapan, Kesara Anamthawat-Jónsson, Ploenpit Chochaichamnankit (in press) Chromosome Evolution Based on Variation in Chromosome Number and Chiasma Frequency in the Genus Ocimum L. from Thailand. Cytologia.