„Stóru-Akrar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Stóru-Akrar''' eða Akrar er bær í Blönduhlíð í Skagafirði og höfðingjasetur fyrr á öldum. Þar bjó Torfi Arason hirðstjóri um miðja 15. öl...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. ágúst 2009 kl. 02:35

Stóru-Akrar eða Akrar er bær í Blönduhlíð í Skagafirði og höfðingjasetur fyrr á öldum. Þar bjó Torfi Arason hirðstjóri um miðja 15. öld og um miðja 17. öld bjó Eggert Jónsson lögréttumaður þar. Skúli Magnússon, síðar landfógeti, varð sýslumaður Skagfirðinga 1737 og bjó á Ökrum. Hann byggði þar á árunum 1743-1745 myndarlegan torfbæ sem búið var í til 1938 og stendur enn að hluta. Hann er undir umsjá Þjóðminjasafns Íslands og hefur verið endurgerður.

Kirkja var á Stóru-Ökrum frá því snemma á öldum en hún var lögð niður með konungsbréfi 1765. Þar er líka félagsheimilið Héðinsminni, sem reist var 1921 í minningu Skarphéðins Símonarsonar í Litladal, sem drukknaði í Héraðsvötnum. Þar var skóli hreppsins allt til 2006.

Bæir standa þétt í nágrenni Stóru-Akra og kallast þar Akratorfa.