„Ari Magnússon“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
fd
Lína 3: Lína 3:
[[Flokkur:Íslendingar]]
[[Flokkur:Íslendingar]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
{{fd|1571|1652}}

Útgáfa síðunnar 15. nóvember 2005 kl. 00:11

Ari Magnússon (157111. október 1652) var sýslumaður á Vestfjörðum og bjó í Ögri við Ísafjarðardjúp og er oftast kenndur við þann stað. Foreldrar hans voru Magnús „prúði“ Jónsson, sýslumaður í á Rauðasandi, og kona hans, Ragnheiður Eggertsdóttir, lögmanns, Hannessonar. Ari átti nána frændur í móðurætt í Hamborg og var þar ungur að námi, jafnvel allt að áratug. Hann mun því hafa verið mjög vel menntaður á síns tíma vísu. Ari var fyrst sýslumaður í Barðastrandarsýslu, en síðar í Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. Hann var einnig umboðsmaður konungsjarða í Ísafjarðarsýslu og mun því hafa verið mjög valdamikill maður. Ari er þekktur enn þann dag í dag fyrir Spánverjavígin svokölluðu, en hann lét elta uppi og drepa baskneska fiskimenn hvar sem til þeirra náðist á Vestfjörðum. Hafði konungur fellt þann úrskurð að þeir væru réttdræpir, en alltaf hafa þessi víg þótt heldur nöturleg í Íslandssögunni. Kona Ara var Kristín Guðbrandsdóttir, biskups á Hólum, Þorlákssonar.