„Skákbox“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
(notandanafn fjarlægt)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Image:Schachboxen1.jpg|right|thumb]][[Image:Schachboxen2.jpg|right|thumb]]
[[Image:Schachboxen1.jpg|right|thumb]][[Image:Schachboxen2.jpg|right|thumb]][[Image:Schachboxen3.jpg|right|thumb]]
'''Skákbox''' er [[einstaklingsíþrótt]] sem sameinar [[skák]] og [[hnefaleikar|hnefaleika]] (box).
'''Skákbox''' er [[einstaklingsíþrótt]] sem sameinar [[skák]] og [[hnefaleikar|hnefaleika]] (box).



Útgáfa síðunnar 1. október 2008 kl. 13:49

Skákbox er einstaklingsíþrótt sem sameinar skák og hnefaleika (box).

Íþróttin var búin til af hollenska listamanninum Iepe Rubingh og kom fyrst fyrir almenningsjónir í september 2003 á listasýningu í Berlín.

Hver leikur er 11 lotur, 6 þeirra eru skák og 5 þeirra hnefaleikar. Hver skáklota tekur 4 mínútur, hver boxlota tekur 2 mínútur. Keppendur hafa 12 mínútur á skákklukkunni.

Sigur vinnst þegar eitt af eftirfarandi á við:

  • andstæðingur er mát í skákinni
  • andstæðingur hættir keppni í skák eða hnefaleikum
  • andstæðingur er rotaður í hnefaleik
  • dómari stöðvar leikinn í hnefaleik
  • tími á skákklukku andstæðings rennur út

Ef skákinni lauk með jafntefli þá sigrar sá sem hlaut fleiri stig í hnefaleikalotunum. Ef enn er jafnt, þá er þeim sem lék svartan í skákinni dæmdur sigur.

Tenglar

Heimild

  • „Wanna piece of this?“. Sótt 9. nóvember 2005.