„Slow Food“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Magnusb (spjall | framlög)
1. tillaga
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. desember 2007 kl. 18:09

Slow Food eru alþjóðleg samtök áhugafólks um mat og umhverfisvernd sem stofnuð voru á Ítalíu árið 1986. Samtökin voru stofnuð til höfuðs skyndibitamenningunni og til verndar staðbundnum mat og matreiðsluvenjum og þeim dýrum og plöntum sem liggja þeim til grundvallar. Samtökin hafa núna 83.000 meðlimi í 122 löndum.

Samtökin vinna að markmiðum sínum meðal annars með uppfræðslu almennings um mat, matarvenjur og matvælaframleiðslu, með baráttu gegn notkun skordýraeiturs, með því að vinna að fjölbreytni í ræktun dýra og planta og reksturs fræbanka og með stuðningi við lífræna ræktun.

Aðalskrifstofa samtakanna eru í bænum Bra, sem er nálægt Turin á norður-Ítalíu.

Ísland

Fulltrúi samtakanna á Íslandi er Eygló Björk Ólafsdóttir. Samtökin hafa tilnefnt íslensku geitina á „bragðörkina“ sína sem dýrategund í útrýmingarhættu sem ber að vernda vegna þeirra afurða sem hún getur gefið af sér. Veitingastaðurinn Friðrik V á Akureyri hefur starfað í anda samtakanna.


Tenglar

Heimasíða Slow Food samtakanna - skoðað 20. desember 2007.