„Franskur rennilás“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekkert breytingarágrip
m Þjarkur færði Riflás á Franskur rennilás yfir tilvísun: Talsvert algengara heiti
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. maí 2021 kl. 13:10

Franskur rennilás.
Moppa með frönskum rennilás sem tengir hana við skaftið.
Íþróttaskór með frönskum rennilás.

Riflás eða franskur rennilás er aðferð við að tengja saman tvo fleti. Á öðrum fletinum er efni með litlum krókum og á hinum fletinum eru þræðir sem krókarnir festast í. Þessi tegund af festingu er notuð þar sem annars væru tölur, reimar eða bönd. Algengt er að franskur rennilás sé á íþróttaskóm,barnaskóm og sandölum og á festingum á töskum og veskjum. Hlutir eins og verkfæri eru stundum festir upp vegg eða þil með frönskum rennilás.

Hugmynd að franska rennilásnum kom árið 1948 frá manni að nafni George de Mestral. Hann tók eftir að fræ með örsmáum krókum festust við buxnaskálmar og dýrafeldi. Hann kallaði franska rennilásinn velcro en það er dregið af frönskum orðum fyrir velúr og fyrir krók.

Heimildir

  • „Rennir maður frönskum rennilás?“. Vísindavefurinn.
  • Invention of Velcro