„Skarð (Dalsmynni)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ný síða: '''Skarð''' er bær í '''Dalsmynni''', milli Fnjóskadals og Höfðahverfis í Suður-Þingeyjarsýslu. Land sjálfs Skarðs er...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. júní 2020 kl. 02:51

Skarð er bær í Dalsmynni, milli Fnjóskadals og Höfðahverfis í Suður-Þingeyjarsýslu. Land sjálfs Skarðs er nálægt 2300 hekturum að flatarmáli en auk þess á jörðin tvær minni jarðir, Pálsgerði og Litlagerði, alls um 250 hektara til viðbótar. Í landi Skarðs eru Skarðsdalur, löngum nýttur sem afrétt, og Skarðsá, sem mjög lengi hefur knúið rafstöð. Þá eru verulegar leifar af fornum skógi í landinu. Suðurmörk jarðarinnar markast af Fnjóská. Á Skarði bjuggu hjónin Jóhann Bessason (1839-1912) og Sigurlaug Einarsdóttir (1847-1927), en frá þeim er margt manna komið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.