Skarðsætt (Suður-Þingeyjarsýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skarð í Dalsmynni

Skarð í Dalsmynni

Skarðsætt er ætt kennd við Skarð í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Jóhanns Bessasonar (18391912) bónda og smiðs og Sigurlaugar Einarsdóttur (18471927) húsfreyju þar.

Jóhann var sonur Bessa Eiríkssonar (18041892) frá Steinkirkju í Fnjóskadal, bónda á Illugastöðum og Margrétar Jónsdóttur (17981871) frá Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Niðjar Eiríks Hallgrímssonar og konu hans Helgu Árnadóttur á Steinkirkju kallast Steinkirkjuætt og er Skarðsætt því undirgrein af henni. Sigurlaug var dóttir Einars Bjarnasonar (18091872) frá Fellsseli í Ljósavatnshreppi, bónda á Geirbjarnarstöðum í Þóroddsstaðasókn, seinna ráðsmanns í Laufási við Eyjafjörð, og Agötu Einarsdóttur (18121880) frá Naustavík.

Afkomendur Jóhanns og Sigurlaugar[breyta | breyta frumkóða]

Jóhann og Sigurlaug áttu 13 börn sem upp komust, auk þriggja sem létust nýfædd.

  1. Skapti Jóhannsson 18671907
  2. Svava Jóhannsdóttir 18681873
  3. Aðalheiður Jóhannsdóttir 18701952
  4. Unnur Jóhannsdóttir 18721928
  5. Einar Jóhannsson 18741875
  6. Svava Jóhannsdóttir 18751938
  7. Laufey Jóhannsdóttir 18771927
  8. Hallur Jóhannsson 18801881
  9. Björn Jóhannsson 18821944
  10. Sigþór Jóhannsson 18851940
  11. Jóhann Jóhannsson 18881917
  12. Jón Jóhannsson 18891975
  13. Sigríður Jóhannsdóttir 18911968