„Árni Björnsson tónskáld - Einsöngs- og kórlög“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
m tengt var í rangan Árna Björnsson
Oddurv (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 36: Lína 36:


== Textabrot af bakhlið plötuumslags ==
== Textabrot af bakhlið plötuumslags ==
{{tilvitnun2|[[Árni Björnsson tónskáld]], tónskáld. fæddist 23. desember árið 1905 að Lóni í Kelduhverfi, sonur hjónanna [[Sigríður B. Ásmundsdóttir|Sigríðar B. Ásmundsdóttur]] og [[Björn Guðmundsson|Björns Guðmundssonar]]. Tónlistargáfa hans kom snemma í ljós, enda er hún algeng í ætt hans. Árni aflaði sér snemma nokkurrar tónlistarmenntunar á heimaslóðum sínum og starfaði þar að kórstjórn og organleik. En 25 ára gamall heldur Árni til Reykjavíkur til frekara tónlistarnáms og þegar Tónlistarskólinn er stofnaður árið 1930 innritast Árni í hann. Þar lagði hann einkum stund á tónsmíðar, tónfræði, flautu- og píanóleik. Meðal kennara hans voru dr. [[Páll Ísólfsson]], dr. [[Victor Urbancic]] og dr. [[Franz Mixa]]. Árna sóttist námið frábærlega vel og lauk hann prófi í píanóleik, kontrapúnkti og fúgugerð. Síðar tóku við margþætt og fjölbreytileg tónlistarstörf. Árni starfaði sem píanisti, flautuleikari, hljómsveitarstjóri og útsetjari. Öll þessi störf léku í höndum Árna enda var hann óvanalega fjölhæfur tónlistarmaður. Tónsmíðar stundaði hann jöfnum höndum í fáum og stopulum tómstundum og er ótrúlegt hversu miklu hann kom í verk. En Árna nægði ekki sú tónlistarmenntun sem unnt var að fá hérlendis. Árið 1944 hélt hann til Manchester og lauk burtfararprófi frá Konunglega tónlistarháskólanum þar tveim árum síðar, með lofsamlegum vitnisburði. Þegar heim kom gerðist hann kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og flautuleikari í Sinfóníuhljómsveitinni. En árið 1952 varð hann fyrir miklu slysi sem lamaði starfskrafta hans til mikilla muna.
{{tilvitnun2|[[Árni Björnsson tónskáld|Árni Björnsson]], tónskáld. fæddist 23. desember árið 1905 að Lóni í Kelduhverfi, sonur hjónanna [[Sigríður B. Ásmundsdóttir|Sigríðar B. Ásmundsdóttur]] og [[Björn Guðmundsson|Björns Guðmundssonar]]. Tónlistargáfa hans kom snemma í ljós, enda er hún algeng í ætt hans. Árni aflaði sér snemma nokkurrar tónlistarmenntunar á heimaslóðum sínum og starfaði þar að kórstjórn og organleik. En 25 ára gamall heldur Árni til Reykjavíkur til frekara tónlistarnáms og þegar Tónlistarskólinn er stofnaður árið 1930 innritast Árni í hann. Þar lagði hann einkum stund á tónsmíðar, tónfræði, flautu- og píanóleik. Meðal kennara hans voru dr. [[Páll Ísólfsson]], dr. [[Victor Urbancic]] og dr. [[Franz Mixa]]. Árna sóttist námið frábærlega vel og lauk hann prófi í píanóleik, kontrapúnkti og fúgugerð. Síðar tóku við margþætt og fjölbreytileg tónlistarstörf. Árni starfaði sem píanisti, flautuleikari, hljómsveitarstjóri og útsetjari. Öll þessi störf léku í höndum Árna enda var hann óvanalega fjölhæfur tónlistarmaður. Tónsmíðar stundaði hann jöfnum höndum í fáum og stopulum tómstundum og er ótrúlegt hversu miklu hann kom í verk. En Árna nægði ekki sú tónlistarmenntun sem unnt var að fá hérlendis. Árið 1944 hélt hann til Manchester og lauk burtfararprófi frá Konunglega tónlistarháskólanum þar tveim árum síðar, með lofsamlegum vitnisburði. Þegar heim kom gerðist hann kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og flautuleikari í Sinfóníuhljómsveitinni. En árið 1952 varð hann fyrir miklu slysi sem lamaði starfskrafta hans til mikilla muna.


En Árni starfar enn að tónsmíðum eftir því sem heilsan leyfir og hefur verið í mörg ár organleikari við guðsþjónustur í sjúkrahúsum borgarinnar. Verk Árna eru víða þekkt og hefur hann oft unnið til verðlauna fyrir tónsmíðar sínar. Stíll Árna er sóttur til íslenskra þjóðlaga. Úr þeim stíl vinnur hann á óþvingaðan og persónulegan hátt. Hann endursemur hin fornu þjóðlög eða semur í anda þeirra. Verk Árna bera með sér, að honum lætur mjög létt að semja. Segja má að „hagmælska" á tónlistarsviðinu sé honum í blóð borin. Það er kannski ástæðan fyrir því að Árni hefur samið tónverk hinna ólíkustu tegunda: stór hljómsveitarverk, kammermúsik, einleiksverk, kór- og einsöngslög; auk þess töluvert af tækifæristónlist og léttari tónlist. Þó er ekki mikill stílsmunur á þessum ólíku verkum. Örugg handverkskunnátta Árna og sterkur persónulegur tjáningarmáti hans brúar þar bilið.
En Árni starfar enn að tónsmíðum eftir því sem heilsan leyfir og hefur verið í mörg ár organleikari við guðsþjónustur í sjúkrahúsum borgarinnar. Verk Árna eru víða þekkt og hefur hann oft unnið til verðlauna fyrir tónsmíðar sínar. Stíll Árna er sóttur til íslenskra þjóðlaga. Úr þeim stíl vinnur hann á óþvingaðan og persónulegan hátt. Hann endursemur hin fornu þjóðlög eða semur í anda þeirra. Verk Árna bera með sér, að honum lætur mjög létt að semja. Segja má að „hagmælska" á tónlistarsviðinu sé honum í blóð borin. Það er kannski ástæðan fyrir því að Árni hefur samið tónverk hinna ólíkustu tegunda: stór hljómsveitarverk, kammermúsik, einleiksverk, kór- og einsöngslög; auk þess töluvert af tækifæristónlist og léttari tónlist. Þó er ekki mikill stílsmunur á þessum ólíku verkum. Örugg handverkskunnátta Árna og sterkur persónulegur tjáningarmáti hans brúar þar bilið.

Útgáfa síðunnar 16. október 2019 kl. 18:18

Árni Björnsson tónskáld - Einsöngs- og kórlög
Bakhlið
SG - 130
FlytjandiÝmsir
Gefin út1980
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason

Árni Björnsson tónskáld - Einsöngs- og kórlög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni syngja Ólafur Þorsteinn Jónsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Árni Jónsson, Jón Þorsteinsson, Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjónsson, Svala Nílsen, Sigurður Björnsson, Eiður Ágúst Guðmundsson og fleiri, lög eftir Árna Björnsson. Hljóðritun á lögum nr. 4 á A-hlið og nr. 1, 6, og 7 á B-hlið fór fram hjá Tóntæki: Tæknimaður: Sigurður Árnason. Allar aðrar hljóðritanir fóru fram hjá Ríkisútvarpinu og spanna þær yfir nokkur ár.

Lagalisti

  1. Síðasta sjóferðin - Lag - texti: Árni Björnsson - Guðmundur Daníelsson - Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur - Píanó: Ólafur Vignir Albertsson
  2. Á bænum stendur stúlkan vörð - Lag - texti: Árni Björnsson - Indriði Einarsson - Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur - Píanó: Ólafur Vignir Albertsson
  3. Ein sit ég úti á steini - Lag - texti: Árni Björnsson — Indriði Einarsson - Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur - Píanó: Ólafur Vignir Albertsson Hljóðskráin "SG-130-Ein_sit_%C3%A9g_%C3%BAti_%C3%A1_steini.ogg" fannst ekki
  4. Fyrst að mér lífið leyfði - Lag - texti: Árni Björnsson — Jón Arason - Kór Söngskólans í Reykjavík - Stjórnandi: Garðar Cortes
  5. Horfinn dagur - Lag - texti: Árni Björnsson — Sigurður B. Gröndal - Árni Jónsson syngur - Píanó: Fritz Weisshappel
  6. Víkingar - Lag - texti: Árni Björnsson — Maríus Ólafsson - Karlakór Reykjavíkur - Stjórnandi: Páll P. Pálsson
  7. Vefaradans - Lag - texti: Árni Björnsson — Ólafur Jóhann Sigurðsson - Jón Þorsteinsson syngur - Píanó: Guðrún Kristinsdóttir
  8. Kvöldvísa - Lag - texti: Árni Björnsson — Jón Þórðarson - Karlakórinn Fóstbræður - Stjórnandi: Jónas Ingimundarson
  9. Við dagsetur - Lag - texti: Árni Björnsson — Jón Þórðarson - Sigurveig Hjaltested syngur - Píanó: Guðrún Kristinsdóttir
  10. Sólroðin ský - Lag - texti: Árni Björnsson — Ólafur Jónsson - Guðmundur Guðjónsson syngur - Píanó: Atli Heimir Sveinsson
  11. Í dögun - Lag - texti: Árni Björnsson - Jón Þórðarson - Svala Nílsen syngur - Píanó: Guðrún Kristinsdóttir
  12. Kolan - Lag - texti: Árni Björnsson — Kristján frá Djúpalæk - Kór Söngskólans í Reykjavík - Stjórnandi: Garðar Cortes
  13. Vorvísa - Lag - texti: Árni Björnsson - Jónas Hallgrímsson - Sigurður Björnsson syngur - Píanó: Agnes Löve
  14. Rökkurljóð - Lag - texti: Árni Björnsson - Ólafur Jóhann Sigurðsson - Eiður Ágúst Guðmundsson syngur - Píanó: Ólafur Vignir Albertsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

Árni Björnsson, tónskáld. fæddist 23. desember árið 1905 að Lóni í Kelduhverfi, sonur hjónanna Sigríðar B. Ásmundsdóttur og Björns Guðmundssonar. Tónlistargáfa hans kom snemma í ljós, enda er hún algeng í ætt hans. Árni aflaði sér snemma nokkurrar tónlistarmenntunar á heimaslóðum sínum og starfaði þar að kórstjórn og organleik. En 25 ára gamall heldur Árni til Reykjavíkur til frekara tónlistarnáms og þegar Tónlistarskólinn er stofnaður árið 1930 innritast Árni í hann. Þar lagði hann einkum stund á tónsmíðar, tónfræði, flautu- og píanóleik. Meðal kennara hans voru dr. Páll Ísólfsson, dr. Victor Urbancic og dr. Franz Mixa. Árna sóttist námið frábærlega vel og lauk hann prófi í píanóleik, kontrapúnkti og fúgugerð. Síðar tóku við margþætt og fjölbreytileg tónlistarstörf. Árni starfaði sem píanisti, flautuleikari, hljómsveitarstjóri og útsetjari. Öll þessi störf léku í höndum Árna enda var hann óvanalega fjölhæfur tónlistarmaður. Tónsmíðar stundaði hann jöfnum höndum í fáum og stopulum tómstundum og er ótrúlegt hversu miklu hann kom í verk. En Árna nægði ekki sú tónlistarmenntun sem unnt var að fá hérlendis. Árið 1944 hélt hann til Manchester og lauk burtfararprófi frá Konunglega tónlistarháskólanum þar tveim árum síðar, með lofsamlegum vitnisburði. Þegar heim kom gerðist hann kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og flautuleikari í Sinfóníuhljómsveitinni. En árið 1952 varð hann fyrir miklu slysi sem lamaði starfskrafta hans til mikilla muna.

En Árni starfar enn að tónsmíðum eftir því sem heilsan leyfir og hefur verið í mörg ár organleikari við guðsþjónustur í sjúkrahúsum borgarinnar. Verk Árna eru víða þekkt og hefur hann oft unnið til verðlauna fyrir tónsmíðar sínar. Stíll Árna er sóttur til íslenskra þjóðlaga. Úr þeim stíl vinnur hann á óþvingaðan og persónulegan hátt. Hann endursemur hin fornu þjóðlög eða semur í anda þeirra. Verk Árna bera með sér, að honum lætur mjög létt að semja. Segja má að „hagmælska" á tónlistarsviðinu sé honum í blóð borin. Það er kannski ástæðan fyrir því að Árni hefur samið tónverk hinna ólíkustu tegunda: stór hljómsveitarverk, kammermúsik, einleiksverk, kór- og einsöngslög; auk þess töluvert af tækifæristónlist og léttari tónlist. Þó er ekki mikill stílsmunur á þessum ólíku verkum. Örugg handverkskunnátta Árna og sterkur persónulegur tjáningarmáti hans brúar þar bilið.

Ein plata getur ekki spannað fjölbreyttan feril svo mikilvirks listamanns sem Árni er. En á henni er að finna gott og yfirgripsmikið safn söngverka hans, sem bera upprunalegum innblæstri hans og fáguðum vinnubrögðum vitni.