„Apahrellir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:
=Nafn=
=Nafn=
Nafnið apahrellir (monkey puzzle) er tilkomið vegna ummæla Charles Austin, bresks lögræðings á 19. öld þegar hann sá tréð í Englandi. Kom honum til hugar að apakettir gætu ekki klifið það hæglega. Þó lifa ekki apakettir ekki á útbreiðslusvæði trésins. Fræðiheitið (araucaria araucana) vísar til héraðsins Araucanía í Chile. Enn annað heiti á því er ''pehuén,'' nafn sem [[Mapuche-menn|Mapuche]] frumbyggjar kalla það.
Nafnið apahrellir (monkey puzzle) er tilkomið vegna ummæla Charles Austin, bresks lögræðings á 19. öld þegar hann sá tréð í Englandi. Kom honum til hugar að apakettir gætu ekki klifið það hæglega. Þó lifa ekki apakettir ekki á útbreiðslusvæði trésins. Fræðiheitið (araucaria araucana) vísar til héraðsins Araucanía í Chile. Enn annað heiti á því er ''pehuén,'' nafn sem [[Mapuche-menn|Mapuche]] frumbyggjar kalla það.



Tréð er þjóðartré Chile. Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtökin [[IUCN]] telja tréð í útrýmingarhættu.
Tréð er þjóðartré Chile. Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtökin [[IUCN]] telja tréð í útrýmingarhættu.

Útgáfa síðunnar 9. ágúst 2015 kl. 13:25

Ungur apahrellir

Apahrellir (Araucaria araucana) er sígrænt suður-amerískt tré.

Útbreiðsla og lýsing

Vaxtarsvæði þess er í hlíðum mið- og suður- Andesfjalla Chile og Argentínu í u.þ.b. 600-1800 metrum yfir sjávarmáli. Hæð apahrellis getur orðið allt að 30-40 metrar. Það vex hægt en getur náð miklum aldri.

Nálarnar eru þykkar og mjög beittar. Könglarnir eru kringlóttir og stórir. Fræin eru einnig mikil um sig og hafa verið notuð af frumbyggjum í fæðuöflun.

Tréð er það harðgerðasta sinnar ættar og getur þolað allt að 20 stiga frost. Það hefur verið ræktað með góðum árangri í Evrópu þar á meðal Bretlandi, Noregi og Færeyjum.

Nafn

Nafnið apahrellir (monkey puzzle) er tilkomið vegna ummæla Charles Austin, bresks lögræðings á 19. öld þegar hann sá tréð í Englandi. Kom honum til hugar að apakettir gætu ekki klifið það hæglega. Þó lifa ekki apakettir ekki á útbreiðslusvæði trésins. Fræðiheitið (araucaria araucana) vísar til héraðsins Araucanía í Chile. Enn annað heiti á því er pehuén, nafn sem Mapuche frumbyggjar kalla það.


Tréð er þjóðartré Chile. Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtökin IUCN telja tréð í útrýmingarhættu.