„Hreiðarsstaðakot“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hreiðarsstaðakot''' er bær í Svarfaðardal á milli Hreiðarsstaða og Urða. Upphaflega var það hjáleiga frá Hreiðarss...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. júní 2015 kl. 23:18

Hreiðarsstaðakot er bær í Svarfaðardal á milli Hreiðarsstaða og Urða. Upphaflega var það hjáleiga frá Hreiðarsstöðum og var fyrst byggt á 17. öld, Jörðin varð síðan lögbýli á 19. öld [1] Frá Hreiðarsstaðakoti er stórbrotin fjallasýn. Upp af bænum rís Hreiðarsstaðafjall hátt og bratt og hefur sett af sér allmiklar skriður inna af bænum. Handan Svarfaðardalsár er hið mikla fjall Stóllinn með hvassan tind sem ber við himinn og við hlið hans er annar tindur, sem Kerling nefnist eftir miklum klettadrangi sem skerst upp í gegn um berglög fjallsins og skagar hátt til lofts. Inn af bænum er síðan hnjúkaröð Svarfaðardals.

  1. Stefán Aðalsteinsson 1978. Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.