„Spjall:Björn Bjarnason (f. 1944)“: Munur á milli breytinga

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
 
Lína 11: Lína 11:


:::Cessator: Ef þú álítur tengilinn á ''DV'', sem var settur inn fyrir 4 mánuðum, uppfylla allar [[Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks|kröfur Wikipediu]], fjarlægir þú breytingu mína bara, með eða án þess rökstuðnings, sem þú setur ekki skýrt fram hér að framan. Varðandi tilvitnunina um hleranir, sem var sett inn fyrir þremur árum: Hún er bæði meinlaus og gagnslaus, en hvaða bókstaf hefur þú fyrir þér í því, að beina tilvitnun í ummæli eigi að leggja að jöfnu við greiningu eða útleggingu á þeim? Í þessu tilfelli, að orð Björns, ef á annað borð á að birta þau, séu síður nothæf eins og hann sjálfur eða einhver aðstoðarkokkur hans sló þau inn á tölvu, heldur en sem samhljóða eða skökk tilvitnun í ''Morgunblaðinu''? Til umhugsunar: Ég sé ekki betur en í frábærri grein þinni um David Hume vísir þú fjórum sinnum í hann sjálfan. – Miðað við reynslu mína af æviskrárritun, lýkur henni aldrei. En mér finnst óhentugt að skilja svo við nokkurn texta, að hann sé í lausu lofti og ófrágenginn. Ég vil ''á hverjum tíma'' geta lesið texta sem eðlilega heild, hvaða höndum sem framtíðin á svo eftir að fara um þá. Ef ég geymdi lausa enda í fjóra mánuði eða þrjú ár, hefði ég sennilega steingleymt, hvað ég ætlaðist fyrir, og slóðin eftir mig væri úti um allt. Vingjarnleg kveðja, og vonandi erum við ekki að öllu leyti ósammála :) [[Notandi:SigRagnarsson|SigRagnarsson]] 26. október 2010 kl. 20:00 (UTC)
:::Cessator: Ef þú álítur tengilinn á ''DV'', sem var settur inn fyrir 4 mánuðum, uppfylla allar [[Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks|kröfur Wikipediu]], fjarlægir þú breytingu mína bara, með eða án þess rökstuðnings, sem þú setur ekki skýrt fram hér að framan. Varðandi tilvitnunina um hleranir, sem var sett inn fyrir þremur árum: Hún er bæði meinlaus og gagnslaus, en hvaða bókstaf hefur þú fyrir þér í því, að beina tilvitnun í ummæli eigi að leggja að jöfnu við greiningu eða útleggingu á þeim? Í þessu tilfelli, að orð Björns, ef á annað borð á að birta þau, séu síður nothæf eins og hann sjálfur eða einhver aðstoðarkokkur hans sló þau inn á tölvu, heldur en sem samhljóða eða skökk tilvitnun í ''Morgunblaðinu''? Til umhugsunar: Ég sé ekki betur en í frábærri grein þinni um David Hume vísir þú fjórum sinnum í hann sjálfan. – Miðað við reynslu mína af æviskrárritun, lýkur henni aldrei. En mér finnst óhentugt að skilja svo við nokkurn texta, að hann sé í lausu lofti og ófrágenginn. Ég vil ''á hverjum tíma'' geta lesið texta sem eðlilega heild, hvaða höndum sem framtíðin á svo eftir að fara um þá. Ef ég geymdi lausa enda í fjóra mánuði eða þrjú ár, hefði ég sennilega steingleymt, hvað ég ætlaðist fyrir, og slóðin eftir mig væri úti um allt. Vingjarnleg kveðja, og vonandi erum við ekki að öllu leyti ósammála :) [[Notandi:SigRagnarsson|SigRagnarsson]] 26. október 2010 kl. 20:00 (UTC)
:::: Sæll, SigRagnarsson. Við erum örugglega sammála um margt. Ég var nú bara að tala á almennum nótum en ekki að gera tengilinn sjálfann að umtalsefni sem slíku, mér er sama um hann og ég er ekkert að fara að taka neinar breytingar aftur. Viðmiðin um æviágrip lifandi fólks eru gagnleg en ég held ekki að þau komi sjálfkrafa í veg fyrir að fjallað sé um mál af þessu tagi tengd stjórnmálamönnum sem koma upp og eru rædd í fjölmiðlum en það skiptir máli ''hvernig'' er fjallað um slík mál (en aftur, þetta er bara hugleiðing á almennum nótum, þessi tengill má mín vegna fara). En þá að tilvitnuninni: ég er sammála þér um að það sé ágætt að geyma tilvitnanir á Wikivitnun, þótt þær megi svo sem vera líka í greinum hér (það er ekkert í sjálfu sér sem bannar það, þótt gæta verði hófs því greinar eiga ekki að vera bara söfn tilvitnana). En hvaða bókstaf hef ég fyrir mér um að tilvitnun sé „betri“ ef hún er fengin úr einhverri heimild? Jú það er reglan um [[Wikipedia:Engar frumrannsóknir|frumrannsóknabannið]], sem er ein af grunnstoðum Wikipediu. Ef þú hringdir í Björn Bjarnason í kvöld og tækir við hann viðtal og vildir svo hafa eftir honum orðrétt úr viðtalinu hér á síðunni, þá væri það ekki gjaldgengt á Wikipediu af því að það myni í senn rjúfa frumrannsóknabannið og [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|sannreynanleikaregluna]]. Reglurnar eru þær að efni á að vera hlutlaust, sannrenanlegt (en ekki bara „satt“, það er ekki kríterían) og ekki frumrannsókn (sem minni hætta er á ef það er sannreynanlegt). Hvað varðar greinina um Hume, þá minnir mig nú að þessar tilvísanir þarna sem þú nefnir séu úr ensku greininni ég setti sjálfur inn allar (eða alla vega flestar) aðrar tilvísanir í heimildir. Spurningin er þá hvað þeim gekk til á ensku Wikipediunni með því að vísa í orð Humes sjálfs. Það er ekki endilega „fatalt“ að vísa í orð mannsins sjálfs enda eru þau í senn sannreynanleg (það er hægt að fletta þeim upp) og tilvísunin í þau er ekki frumrannsókn í þeim mikilvæga skilningi að hún er ekki „ný túlkun, greining eða samfléttun áður útgefinna gagna, fullyrðinga, hugtaka eða raka“ — enda væri leikur einn að finna aðrar heimildir, stoðheimildir, sem styðja nákvæmlega það sem fæst út úr þessum tilvísunum núna. Ef það væri ekki hægt, þá yrðum við að taka þær út og finna aðrar heimildir fyrir fullyrðingunum. En úr því að svo er, þá eru þær meinlausar en gagnlegar (af því að það er lesandanum til gagns að vita um þennan stað í ritum Humes). Ég er sammála þér um að ég vildi helst að sérhver grein væri á hverjum tíma sem læsilegust og allt það en ég efast um að það sé raunhæft. Í greininni um Hume kom t.d. fyrst inn kafli um lífshlaup hans, svo siðfræðina, svo frumspeki og þekkingarfræði o.s.frv. Áður en allir kaflarnir komu en eftir að sumir voru komnir má segja að umfjöllunin hafi verið býsna skökk og óeðlileg; það er óeðlilegt að hafa grein um Hume sem fjallar bara um siðfræðina en ekkert um þekkingarfræðina, svo dæmi sé nefnt. En ekki hefði ég viljað fjarlægja þá kaflann um siðfræðina. Það er bara ekki raunhæft að langar greinar verði til í heilu lagi. Þær geta hins vegar orðið til (og hafa orðið til) smám saman, jafnvel með framlagi frá mörgum. Þannig að þótt eitthvað eigi eftir að koma inn, þá er það ekki fatalt. Í sumum tilfellum er betra að hafa eitthvað en ekkert (þótt hið gagnstæða geti líka verið satt). --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 26. október 2010 kl. 21:14 (UTC)

Nýjasta útgáfa síðan 26. október 2010 kl. 21:14

  • Þetta æviágrip er um lifandi manneskju. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum Wikipediu varðandi æviágrip lifandi fólks.
  • Ef þú ert viðfangsefni æviágripsins og hefur athugasemdir við það þá geturðu kynnt þér leiðbeiningar á síðunni grein um mig.
  • Þú getur gert athugasemd hér með því að hefja nýja umræðu

Hlutlaus æviskrárritun?[breyta frumkóða]

Björn Bjarnason var menntamálaráðherra í sjö ár. Meginmál greinarinnar gerir á þessari stundu ekki grein fyrir neinum framkvæmdum eða stefnumálum hans í því starfi. En 89.160.147.231 hefur fyrir næstum fjórum mánuðum bætt hér við alveg nýjum tengli úr DV. Í því skrifi eru tvö efnisatriði: 1) Björn hafi nálægt árinu 2002 stutt Menntaskólann Hraðbraut og 2) stjórnendur hans sæti á árinu 2010 rannsókn út af rekstri, arðgreiðslum, lánum og launagreiðslum. Hver er tilgangurinn með að setja þetta hér inn, án umfjöllunar í meginmáli, en ekki inn í gæðagreinina um skólann sjálfan? Ef þessi tengill á yfirleitt nokkurs staðar heima. Birni virðist sjálfum hafa þótt skrýtið, að „nafn mitt skyldi dregið inn í frásögn DV" af þessum ásökunum í garð skólans (dagbók hans 29. júní 2010). Minni á ábendinguna efst á þessari síðu. SigRagnarsson 25. október 2010 kl. 21:07 (UTC)[svara]

Fleygi af framangreindum ástæðum DV-tenglinum. Fleygi einnig tilvitnun í Björn um hlerunarmál, því að hún er ekki byggð á frumheimild og tengist ekki umfjöllun í meginmálinu (auk þess auðfundin á Wikivitnun). Séu hleranir mikilvægar, væri nær að stofna síðu um þær, og þá kemur í ljós, hvort ummæli Björns eru nógu merkileg í samhengi við annað til að rata þangað. SigRagnarsson 26. október 2010 kl. 14:19 (UTC)[svara]
Halló, hvaða hreinsanir eru þetta? Það eru flestar greinar hálfskrifaðar hérna, þannig að það er ekki undarlegt að margt sé hálfkarrað. Ef það ætti að taka allt út nema það sem væri fullkomlega í samræmi við það sem kom á undan, þá væri ekkert hérna inni... Eða næstum því. Betra væri að viðkomandi hreinsari myndi bæta greinina og bæta við og samræma og tengja svo vel færi. --89.160.147.231 26. október 2010 kl. 15:43 (UTC)[svara]
Tek undir með 89.160.147.231 um að það sé óþarfi að henda öllu út sem er ekki aðalatriði eða eitthvað slíkt. Það á einfaldlega eftir að koma meira seinna. Greinin er ekki fullkláruð (enda eðli málsins vegna engin grein á Wikipediu fullkláruð). Það er svo annað mál að það er allt í lagi að geyma bara tilvitnanir á Wikivitnun. Ég hef hins vegar efasemdir um eina af ástæðunum, þ.e. „að hún [tilvitnunin] er ekki byggð á frumheimild“. Einmitt! Hún má ekki vera byggð á frumheimild, hún má hins vegar vera byggð á grein á Mbl.is eins og hún var. Það er mikilvægt að misskilja það ekki. --Cessator 26. október 2010 kl. 18:23 (UTC)[svara]
Gott og vel, 89.160.147.231. Ég hef komið til móts við þig með því að bæta við undirkafla í greinina um Hraðbraut, ásamt tveimur tilvísunum, sem eru að minnsta kosti mjög málefnalegar. Takk fyrir þá ábendingu. Vingjarnleg kveðja.
Cessator: Ef þú álítur tengilinn á DV, sem var settur inn fyrir 4 mánuðum, uppfylla allar kröfur Wikipediu, fjarlægir þú breytingu mína bara, með eða án þess rökstuðnings, sem þú setur ekki skýrt fram hér að framan. Varðandi tilvitnunina um hleranir, sem var sett inn fyrir þremur árum: Hún er bæði meinlaus og gagnslaus, en hvaða bókstaf hefur þú fyrir þér í því, að beina tilvitnun í ummæli eigi að leggja að jöfnu við greiningu eða útleggingu á þeim? Í þessu tilfelli, að orð Björns, ef á annað borð á að birta þau, séu síður nothæf eins og hann sjálfur eða einhver aðstoðarkokkur hans sló þau inn á tölvu, heldur en sem samhljóða eða skökk tilvitnun í Morgunblaðinu? Til umhugsunar: Ég sé ekki betur en í frábærri grein þinni um David Hume vísir þú fjórum sinnum í hann sjálfan. – Miðað við reynslu mína af æviskrárritun, lýkur henni aldrei. En mér finnst óhentugt að skilja svo við nokkurn texta, að hann sé í lausu lofti og ófrágenginn. Ég vil á hverjum tíma geta lesið texta sem eðlilega heild, hvaða höndum sem framtíðin á svo eftir að fara um þá. Ef ég geymdi lausa enda í fjóra mánuði eða þrjú ár, hefði ég sennilega steingleymt, hvað ég ætlaðist fyrir, og slóðin eftir mig væri úti um allt. Vingjarnleg kveðja, og vonandi erum við ekki að öllu leyti ósammála :) SigRagnarsson 26. október 2010 kl. 20:00 (UTC)[svara]
Sæll, SigRagnarsson. Við erum örugglega sammála um margt. Ég var nú bara að tala á almennum nótum en ekki að gera tengilinn sjálfann að umtalsefni sem slíku, mér er sama um hann og ég er ekkert að fara að taka neinar breytingar aftur. Viðmiðin um æviágrip lifandi fólks eru gagnleg en ég held ekki að þau komi sjálfkrafa í veg fyrir að fjallað sé um mál af þessu tagi tengd stjórnmálamönnum sem koma upp og eru rædd í fjölmiðlum en það skiptir máli hvernig er fjallað um slík mál (en aftur, þetta er bara hugleiðing á almennum nótum, þessi tengill má mín vegna fara). En þá að tilvitnuninni: ég er sammála þér um að það sé ágætt að geyma tilvitnanir á Wikivitnun, þótt þær megi svo sem vera líka í greinum hér (það er ekkert í sjálfu sér sem bannar það, þótt gæta verði hófs því greinar eiga ekki að vera bara söfn tilvitnana). En hvaða bókstaf hef ég fyrir mér um að tilvitnun sé „betri“ ef hún er fengin úr einhverri heimild? Jú það er reglan um frumrannsóknabannið, sem er ein af grunnstoðum Wikipediu. Ef þú hringdir í Björn Bjarnason í kvöld og tækir við hann viðtal og vildir svo hafa eftir honum orðrétt úr viðtalinu hér á síðunni, þá væri það ekki gjaldgengt á Wikipediu af því að það myni í senn rjúfa frumrannsóknabannið og sannreynanleikaregluna. Reglurnar eru þær að efni á að vera hlutlaust, sannrenanlegt (en ekki bara „satt“, það er ekki kríterían) og ekki frumrannsókn (sem minni hætta er á ef það er sannreynanlegt). Hvað varðar greinina um Hume, þá minnir mig nú að þessar tilvísanir þarna sem þú nefnir séu úr ensku greininni ég setti sjálfur inn allar (eða alla vega flestar) aðrar tilvísanir í heimildir. Spurningin er þá hvað þeim gekk til á ensku Wikipediunni með því að vísa í orð Humes sjálfs. Það er ekki endilega „fatalt“ að vísa í orð mannsins sjálfs enda eru þau í senn sannreynanleg (það er hægt að fletta þeim upp) og tilvísunin í þau er ekki frumrannsókn í þeim mikilvæga skilningi að hún er ekki „ný túlkun, greining eða samfléttun áður útgefinna gagna, fullyrðinga, hugtaka eða raka“ — enda væri leikur einn að finna aðrar heimildir, stoðheimildir, sem styðja nákvæmlega það sem fæst út úr þessum tilvísunum núna. Ef það væri ekki hægt, þá yrðum við að taka þær út og finna aðrar heimildir fyrir fullyrðingunum. En úr því að svo er, þá eru þær meinlausar en gagnlegar (af því að það er lesandanum til gagns að vita um þennan stað í ritum Humes). Ég er sammála þér um að ég vildi helst að sérhver grein væri á hverjum tíma sem læsilegust og allt það en ég efast um að það sé raunhæft. Í greininni um Hume kom t.d. fyrst inn kafli um lífshlaup hans, svo siðfræðina, svo frumspeki og þekkingarfræði o.s.frv. Áður en allir kaflarnir komu en eftir að sumir voru komnir má segja að umfjöllunin hafi verið býsna skökk og óeðlileg; það er óeðlilegt að hafa grein um Hume sem fjallar bara um siðfræðina en ekkert um þekkingarfræðina, svo dæmi sé nefnt. En ekki hefði ég viljað fjarlægja þá kaflann um siðfræðina. Það er bara ekki raunhæft að langar greinar verði til í heilu lagi. Þær geta hins vegar orðið til (og hafa orðið til) smám saman, jafnvel með framlagi frá mörgum. Þannig að þótt eitthvað eigi eftir að koma inn, þá er það ekki fatalt. Í sumum tilfellum er betra að hafa eitthvað en ekkert (þótt hið gagnstæða geti líka verið satt). --Cessator 26. október 2010 kl. 21:14 (UTC)[svara]