Munur á milli breytinga „Alex hugdjarfi“

Jump to navigation Jump to search
224 bætum bætt við ,  fyrir 5 mánuðum
== Söguþráður ==
 
Árið er 53 f.k. og herferð [[Marcus Licinius Crassus|Markúsar Krassusar]] hershöfðingja [[Rómaveldi|Rómarveldis]] til [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] hinnar fornu stendur sem hæst. Orrustu um hina fornu borg [[Korsabad]] er lokið með sigri Rómverja og foringi þeirra, Flavíus Marsalla, heldur innreið í borgina. Ungur þræll, Alex, fylgist með af svölum byggingar, en fyrir slysni losnar grjót úr svölunum og hrynur yfir Marsalla. Alex er handsamaður og ævareiður Marsalla skipar honum að upplýsa um felustað mikilla auðæfa í höll [[Sargon|Sargons]] [[Assyría|Assýríukonungs]]. Eftir að Marsalla finnur fjársjóðinn í kjallara konungshallarinnar færir sendiboði honum fréttir af ósigri og dauða Krassusar ræðismanns í [[Orrustan við Carrhae|Orrustunni við Carrhae]]. Örvænting grípur Marsalla og hann fyrirskipar tafarlaust undanhald úr borginni. Rómverjarnir bera eld að konungshöllinni og skilja Alex bundinn eftir til að deyja, en örlögin grípa í taumana og honum tekst að flýja brennandi höllina við illan leik. Örþreyttur leggst Alex til hvílu, en er vakinn af hermönnum [[Parþía|Parþa]] sem náð hafa til borgarinnar. Alex nær að sannfæra Súrena, foringja Parþa, um hollustu sína og honum er leyft að yfirgefa borgina.
 
 
Óskráður notandi

Leiðsagnarval