Munur á milli breytinga „Hugverk“

Jump to navigation Jump to search
4 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
m
robot Breyti: nl:Intellectuele eigendom; kosmetiske ændringer
m (robot Breyti: nl:Intellectuele eigendom; kosmetiske ændringer)
Til hugverkaréttar telst [[höfundaréttur]] og [[grannréttindi]], lög um [[einkaleyfi]], [[vörumerki|vörumerkjavernd]], vernd [[iðnhönnun]]ar, [[nytjamynstur]], [[upprunamerking]]ar og [[viðskiptaleynd]].
 
== Saga ==
Flest þau lög sem mynda hugverkarétt eiga rætur að rekja til leyfisbréfa sem konungar Evrópu notuðu til að stýra efnahagslífi ríkja sinna á tímum [[einveldi]]sins og [[kaupauðgisstefna|kaupauðgisstefnunnar]]. Bæði einkaleyfi og höfundaréttur voru upphaflega búin til í þágu fyrirtækja og stofnana sem greiddu fyrir þau gjald til konungsins. Með hugmyndum [[upplýsingin|upplýsingarinnar]] um [[náttúruréttur|náttúrurétt]] breyttist viðhorfið þannig að farið er að tala um rétt einstaklinga sem eiga upptökin að nýjum hugmyndum eða listaverkum til yfirráða yfir þeim. Elstu lög sem kveða á um eignarétt uppfinningamanns á uppgötvun sinni eru frönsk lög frá 1791.
 
Árið 1994 var gerður [[Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum]] sem viðauki við [[GATT]]-samninginn. Hann kveður á um ákveðin lágmarksskilyrði sem ríki þurfa að uppfylla í löggjöf sinni til verndar hugverkum.
 
== Gagnrýni ==
Einkaréttur á hugverkum hefur oft verið gagnrýndur fyrir að ganga gegn megintilgangi sínum og skaða almannaheill með því að skapa gerviskort á ótakmörkuðum gæðum og stuðla þannig að óeðlilega háu verði t.d. á [[frumlyf]]jum í [[þróunarlönd]]um. Mikilvægi hugverkaréttar í efnahagslífi heimsins hefur vaxið stig af stigi frá því fyrst var farið að ræða hann á 19. öld og um leið hefur verið greinileg tilhneiging til að útvíkka einkaréttinn bæði í tíma og eins láta hann ná til sífellt fleiri sviða. Gagnrýnendur hafa meðal annars bent á að hugverkaréttur skerði hinn eiginlega [[eignarréttur|eignarrétt]] í mörgum tilvikum.
 
[[ml:ബൗദ്ധികസ്വത്തവകാശം]]
[[ms:Harta intelek]]
[[nl:IntellectueelIntellectuele eigendom]]
[[nn:Åndsrett]]
[[no:Immaterialrett]]
58.104

breytingar

Leiðsagnarval

Tenglar

Nafnrými

Útgáfur