Kasper Hvidt
Kasper Hvidt (fæddur 6. febrúar árið 1976 í Kaupmannahöfn í Danmörku) er danskur handboltamaður sem spilar með spænska félaginu FC Barcelona. Kasper er markmaður, meðal þeirra allra bestu i heiminum og var útnefndur sem besti markmaðurinn við lok EM í handbolta árið 2008. Kasper spilar með danska landsliðinu og hefur í mörg skipti unnið að því að tryggja liðinu góð úrslit meðal annars á EM í Sviss árið 2006,HM í Þýskalandi árið 2007 og EM í Noregi árið 2008 þar sem hann var með 40% markvörslu og spilaði 471 mínútu af 480 í leikjum liðsins á mótinu. Kasper er núverandi fyrirliði liðsins en hann komst fyrst í landsliðið árið 1996 og hefur spilað 170 landsleiki.
Upphaflega spilaði Kasper Hvidt með BK Ydun í Frederiksberg, seinna FIF. Síðasta liðið sem hann spilaði með í Danmörku áður hann fór til Spánar var Ajax. Síðan árið 1997 hefur hann spilað með mismunandi spænskum liðum. Smá saman, eftir því sem hann hefur orðið betri hefur hann skipt til stærri liða, hann spilaði árin 2004-2006 með Portland San Antonio, sem er talið eitt af bestu liðum heims. Þar var hann meðal annars liðsfélagi Lars Jørgensen og Króatans, Ivano Balić. Árið 2007 skipti Kasper til annars topliðs á Spáni, FC Barcelona.
Með sínum virka handboltaferli hefur Kasper Hvidt einnig verið þáttakandi í skipulögðu íþróttastarfi. Hann situr í team Danmark sem hugar að skipulagningu úrvalsíþrótta í Danmörku, virkri nefnd danska íþróttasambandsins (DIF) á tímabilinu 2005-2008 og í stjórn félags handboltamanna (Håndboldspillerforening).