Fara í innihald

Kasmírreynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kasmírreynir
Sorbus cashmiriana í október
Sorbus cashmiriana í október
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. cashmiriana

Tvínefni
Sorbus cashmiriana
Hedl.

Kasmírreynir (fræðiheiti; Sorbus cashmiriana) er tegund blómstrandi trjáplantna af Rósaætt, upprunnin úr vestur-Himalajafjöllum, Kasmír og Afghanistan.

Þetta er smávaxið tré eða runni sem verður 5 - 8m. hátt, með stofn sem verður um 25 sm. í ummál. Börkurinn er sléttur og grár til grárauður. Blöðin eru 15 - 23 sm. löng, fjöðruð, með 15 - 21 smáblöðum, dökk græn að ofan og ljósari að neðan, miðtaugin rauðleit, smáblöðin 3 - 5,5 sm. löng og 1,5 - 2 sm. breið og sagtennt. Blómin eru 7 - 10 mm að ummáli, með fimm fölbleik krónublöð og fölgula fræfla, í 18 sm. klösum að vori. Frjóvgun með skordýrum. Berin eru hvít eða ljósbleik 12 -15 sm að ummáli, þroskast að hausti og haldast oft langt fram á vetur.[1][2][3]

Þetta er vinsælt skrauttré, ræktað vegna klasa hvítra berja.[1][2][3] Hann hefur fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  2. 2,0 2,1 Mitchell, A. F. (1974). A Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe. Collins ISBN 0-00-212035-6
  3. 3,0 3,1 Mitchell, A. F. (1982). The Trees of Britain and Northern Europe. Collins ISBN 0-00-219037-0
  4. „RHS Plant Selector - Sorbus cashmiriana. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 desember 2019. Sótt 4. júní 2013.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.