Karl Steinröðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karl Steinröðarson var landnámsmaður við vestanverðan Eyjafjörð. Hann nam Upsaströnd frá Upsum til Míganda. Þetta var upphaflega ysti hlutinn af landnámi Helga magra og hefur Karl því fengið land hjá honum. Í dag tilheyrir þetta land Dalvíkurbyggð.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.