Fara í innihald

Kantabríufjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lega.
Torre de Cerredo.
Picu Urriellu.

Kantabríufjöll (spænska: Cordillera Cantábrica) er einn af meginfjallgörðum Spánar. Þau spanna 300 kílómetra; frá vesturendimörkum Pýreneafjalla til galisíska hálendisins ú vestri. Hæsti punktur þeirra er Torre de Cerredo (2.648 m.). Picos de Europa-tindana má finna í miðhluta fjallanna og samnefndan þjóðgarð ásamt fleiri vernduð svæði.

Kantabríufjöll marka skil á þurrara svæði í suðri og rigningarsamara svæði í norðri. Tvö verndarsvæði fyrir evrópska vísunda eru á svæðinu. Úlfur og brúnbjörn eru meðal villtra spendýra. Skógarbeyki er megintrjátegund í skógum fjallanna. Skíðaaðstaða er í Alto Campoo, Valgrande-Pajares and Manzaneda.

Friðlönd og vernduð svæði

[breyta | breyta frumkóða]
  • Picos de Europa
  • Muniellos
  • Fuentes del Narcea, Degaña e Ibias
  • Redes
  • Somiedo
  • Sierra del Sueve
  • Fuentes Carrionas og Fuente Cobre-Montaña Palentina
  • Saja-Besaya
  • Collados del Asón
  • Ojo Guareña