Fara í innihald

Kanaríeyja-einir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kanaríeyja einir)
Juniperus cedrus

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. cedrus

Tvínefni
Juniperus cedrus
Webb & Berthel.

Juniperus cedrus (Kanaríeyja einir) er tegund af eini, upprunnin frá vesturhluta Kanaríeyja (Tenerife, La Palma, Gran Canaria, Gomera) og Madeira (J. cedrus Webb & Berthel. subsp. maderensis (Menezes) Rivas Mart et al.), þar sem hann kemur fyrir í 500 til 2400m hæð yfir sjávarmáli. Hann er náskyldur Juniperus oxycedrus af Miðjarðarhafssvæðinu og Juniperus brevifolia (Azoreyja eini) frá Azoreyjum.

Þetta er stór runni eða tré sem verður 5 til 20 metra hár (sjaldan 25. Nálarnar eru sígrænar, þrjár í hvirfingu, græn til vaxgræn, 8 til 23 mm langar og 1 til 2 mm breiðar, með tvöfaldri hvítri loftaugarák ofan til. Hann er yfirleitt einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Berkönglarnir eru grænir fyrir þroska, og verða rauðgulir til rauðir við þroska, með breytilegri vaxhúð, 18 mánuðum eftir frjóvgun; þeir eru kúlulaga, og eru úr sex samvöxnum hreisturskeljum í tvemur hvirfingum af þremur; þrjár stærstu skeljarnar eru með stakt fræ. Fræin dreifast þegar fuglar borða berin. Karlreklarnir eru gulir, 2 til 3 mm langir, og falla fljótlega eftir að frjóunum hefur verið dreift í Febrúar - Mars.

Þetta er viðkvæm tegund í heimkynnum sínum vegna fellingar vegna verðmæts viðar, og ofbeitar geita. Hann hefur verið verndaður síðan 1953 og hafa stofnar hans verið smám saman að ná sér. Sögulegar heimildir herma að tré allt að 30m hafi komið fyrir áður fyrr; tré yfir 10 m eru sjaldgæf nú og finnast helst í ógengum klettum.

Hann er öðru hverju ræktaður sem skrauttré í heittempruðum svæðum, svo sem Nýja Sjálandi, Bretlandseyjum og Kaliforníu, en er ekki algengur í ræktun. Það eru einnig nokkrar tilraunaútplantanir á Kanaríeyjum, þar sem hann hefur sýnt góðan vöxt við góð skilyrði, náð 14 til 15 m hæð á 40 árum.

Útdráttur úr viðinum með acetone, sem var svo greindur, bendir til að "essential oil" úr Juniperus cedrus sé sérstaklega rík af thujopsene.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Runeberg, J. (1960). „The Chemistry of the Natural Order Cupressales XXX. Constituents of Juniperus cedrus L.“ (PDF). Acta Chemica Scandinavica. 14: 1991–1994. doi:10.3891/acta.chem.scand.14-1991. Afrit af upprunalegu (pdf) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 31. desember 2016.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.