Kallíkles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kallíkles (Καλλικλης) er persóna í samræðunni Gorgíasi eftir Platon. Hann er Aþeningur og nemandi mælskufræðingsins Gorgíasar. Í samræðunni heldur Kallíkles því fram að það sé eðlilegt og réttlátt að hinir sterkari ríki yfir þeim veikari og að það sé ósanngjarnt af hinum veikari að hefta hina sterkari með lögum.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pl., Gorgías 483b - 484c.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]