Kaliforníuháskóli í Irvine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Seal of the University of California, Irvine (UC Irvine)
Fredricks Reines Hall.

Kaliforníuháskóli í Irvine (e. University of California, Irvine, UC Irvine eða UCI) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Irvine í Kaliforníu, stofnaður árið 1965. Hann er einn þeirra tíu háskóla sem mynda Kaliforníuháskóla.

Nafn skólans á rætur að rekja til Irvine Company, sem gaf 400 hektara landsvæði í skiptum fyrir einn Bandaríkjadal og seldi 210 hektara til viðbótar til Kaliforníuháskóla. Árið 1971 skipulögðu Kaliforníuháskóli og Irvine Company borg utan um háskólasvæðið og hlaut hún borgarréttindi sem Irvine.

Rúmlega 22 þúsund nemar stunda grunnnám við Kaliforníuháskóla í Irvine og á sjötta þúsund til viðbótar stunda framhaldsnám þar. Tæplega 2700 háskólakennarar kenna við skólann.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]