Fara í innihald

Kaffibrúsakarlarnir - Kaffibrúsakarlarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaffibrúsakarlarnir - Kaffibrúsakarlarnir
Bakhlið
SG - 066
FlytjandiKaffibrúsakarlarnir
Gefin út1973
StefnaGamanefni
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Kaffibrúsakarlarnir - Kaffibrúsakarlarnir er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973.


Hljóðdæmi úr sögum af Jóni smið

[breyta | breyta frumkóða]

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Það hefur líklega aldrei komið fyrir áður hér á landi, að algjörlega óþekktir skemmtikraftar eða listamenn hafi slegið eins áþreifanlega í gegn og raun bar vitni þegar að Kaffibrúsakarlarnir birtust á sjónvarpsskerminum í fyrsta skipti. Það var ekki talað um annað á eftir. Og þátt eftir þátt hló maður að þeim Gísla Rúnari Jónssyni og Júlíusi Brjánssyni, en það heita þeir félagar. Brátt urðu þeir eftirsóttir skemmtikraftar á hvers konar skemmtunum í Reykjavik og nágreni og síðan út um allt land.

Þegar þeir höfðu fengið hvíld frá sjónvarpinu settust þeir niður og sneru sér að því að semja efni það, sem er á þessari hljómplötu og skal strax tekið fram, að fyrir utan eina eða tvœr góðar skrýtlur, hafa þeir ekki flutt neitt af þessu opinberlega. Þeir hóuðu síðan saman hálfu hundraði glaðvœrra kunningja sinna og buðu þeim til hljóðritunar í útvarpssal á miðju sumri. Þannig varð þessi plata til. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var til staðar og tók þessar ágœtu myndir, sem prýða umslagið í bak og fyrir. Með þessari skemmtilegu plötu stækkar aðdáendahópur Kaffibrúsakarlanna áreiðanlega og var hann þó stór fyrir.

 
Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök, sem veitt hafa okkur lið við gerð þessarar hljómplötu biðjum við afsökunar: Smára Valgeirs, Átthagafélagið Runólf, Glám og Skrám, Krabbameinsfélagið, Jöra, Hótel Mánakaffi, Baldur bróður, Hemma Braga, Prentsmiðju Jóns, Ekhardt bókbindara, Mumma bókbindara, Sjaflann og Kobba dyravörð, Snjóku Braga, Kamelíus Rafnsson, Dóra Guðmunds, Ýtuleiguna, Fidda í sandkassanum, Afa á Brú, Þórlák (þreytta), Brján í matvörudeildinni, Arnar Júlíusson, Kirkjukór Akureyrar, Jón smið, Kaffibrennsluna, Konurnar (okkar), Klemma, Balla Bjúdí, Dýrin í Hálsaskógi, Klúbbinn og Danna dyravörð, Krúsa, Undirbúningsnefndina, Frisso, Félag einstœðra feðra, Bjarna teiknara og Jón í Raftœkjastöðinni.