Kúsísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kúsísk mál eru ein af stofngreinum afróasísku málaættarinnar.

Fjörutíu tungumál teljast til kúsískra mála en um 15 milljón manns tala þau. Stærsta kúsíska málið er orómó sem talað er af 10 milljónum.

Málsvæðið er Eþíópía, Sómalía og Norðvestur-Kenía. Tungumálið beja í Austur-Súdan hefur stundum verið flokkað sem kúsískt mál en fremur er nú talið að flokka beri það utan kúsískra mála.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.