Fara í innihald

Kúrland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir hertogadæmið Kúrland og Semgallíu árið 1740.

Kúrland er heiti á sögulegu héraði sem nú er vestasti hluti Lettlands. Höfuðstaður Kúrlands er borgin Liepāja sem er þriðja stærsta borg Lettlands. Héruðin Semgallía og Selónía eru stundum talin með sem hlutar Kúrlands þar sem þau heyrðu eitt sinn undir sama hertoga. Landið dregur nafn sitt af Kúrum sem voru ein af þeim heiðnu Eystrasaltsþjóðum sem Sverðbræður lögðu undir sig og sneru til kristni á miðöldum. Sverðbræðrareglan varð síðar hluti af Þýsku riddurunum. Á tímum Pólsk-litáíska samveldisins voru Kúrland og Semgallía frá 1561 til 1795 sjálfstætt hertogadæmi innan samveldisins og þegar landið gekk til Rússneska keisaradæmisins varð það Kúrlandshérað. Eftir að Lettland hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum er Kúrland ekki sérstakt stjórnsýsluumdæmi en þó sérstakt skipulagsumdæmi. Íbúar eru rúmlega 300.000.