Fara í innihald

Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn

Hnit: 55°40′22″N 12°33′52″A / 55.67278°N 12.56444°A / 55.67278; 12.56444
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Københavns Hovedbanegård)

55°40′22″N 12°33′52″A / 55.67278°N 12.56444°A / 55.67278; 12.56444

Aðaljárnbrautarstöðin séð frá Vesterbrogade

Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, (danska: Københavns Hovedbanegård, København H eða í daglegu tali Hovedbanegården) er aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn. Þar tengjast lestir sem liggja um Danmörku en stöðin er einnig sú brautarstöð í Skandinavíu þar sem flestar lestir fara til áfangastaða erlendis. Á hverjum degi fara um 90 þúsund farþegar um Aðaljárnbrautarstöðina.

Københavns Station árið 1864

Núverandi aðaljárnbrautarstöð er sú þriðja í röðinni, opnuð árið 1911, en sú fyrsta var tekin í notkun 26. júní 1847 þegar lestarteinar voru lagðir til Hróarskeldu. Hún var í Dronningens Enghave og var kölluð Københavns Station og var þá eina brautarstöðin í borginni.

  Þessi Danmerkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.