Kóreuflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir legu Kóreuflóa og Bóhaíhafs í Gulahafi
Kort sem sýnir legu Kóreuflóa og Bóhaíhafs í Gulahafi

Kóreuflói (kóreska: 서 조선 만 eða 서한만), er flói sem myndar norðausturhluta Gulahafs, milli suðausturstrandar Liaoning héraðs Kína og vesturstrandar Norður-Kóreu héraðanna Norður-Pyongan, Suður Pyongan og Suður Hwanghae. Kóreuflói er aðskilinn frá Bóhaíhafi með Liaodong-skaga.

Í Kóreuflóa renna þrjú helstu fljót Norður-Kóreu: Yalu fljót (sem rís á Paektu-fjalli og myndar stóran hluta landamæra Kína og Norður-Kóreu), Chongchon og Taedong - auk fjölda minni ána í Kína.

Flóinn er tiltölulega grunnur og nær sjaldan meira en 50 metra dýpi. Munur á flóði og fjöru er óvenju hár eða 6 til 12 metra. Margir breiðir sandgrynningar teygja sig meðfram ströndinni og í flóanum er fjöldi fjölda grýttra eyja, þar á meðal Ch’o, Sŏk og Sinmi eyjar í Norður-Kóreu og Ch’ang-shan og Ta-ch’ang-shan eyjar í Kína. Helstu hafnir við Kóreuflóa eru í norður-kóresku borgunum Namp’o og Sinŭiju og kínversku borgunum Lü-shun og Tan-tung.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]