Fara í innihald

Kómedíuleikhúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kómedíuleikhúsið er atvinnuleikhús Vestfjarða stofnað 1997. Leikhúsið hefur einkum sett upp eigin verk sem eru samin af listafólki leikhússins hverju sinni. Kómedíuleikhúsið er einkum þekkt fyrir einleiki sína sem hafa vakið athygli og verið sýndir bæði hér heima og erlendis. Meðal þekktustu einleikja Kómedíuleikhússins má nefna Gísli Súrsson (2005), Grettir (2015) og Gísli á Uppsölum (2016). Leikhússtjóri er Marsibil G. Kristjánsdóttir og aðalleikari frá upphafi er Elfar Logi Hannesson. Kómedíuleikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði og sýnir verk sín þar reglulega. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Komedia“. www.komedia.is. Sótt 16. október 2020.