Fara í innihald

Kóbaltsprengja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kóbaltsprengja er svokölluð söltuð sprengja, kjarnorkusprengja sem hefur kóbalt í skel sinni í stað stáls eins og venjuleg kjarnorkusprengja.[1] Kóbaltsprengjan var hugmynd Leó Szilárd, sem sagði að geislavirkni hennar væri miklu öflugri en venjuleg kjarnorkusprengja, þar eð samrunanifteindirnar myndu breyta kóbaltinu í samsætuna kóbalt-60, sem er kraftmikill gamma-geislagjafi með helmingunartímann 5 ár. Geislavirkni venjulegrar kjarnorkusprengju er miklu minni. Áhrif geislavirka úrfellisins fara eftir því hvaða samsætur mynda söltin.

Otto Hahn sagði að eingöngu þyrfti tíu kóbaltsprengjur til að gera út af við allt mannkynið þegar hann hét á forystumenn þjóðanna að útrýma kjarnorkusprengjum árið 1955. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.