Kímblöðrumyndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir þróun fósturvísis úr þyrpli í blöðru.

Kímblöðrumyndun er stig í fósturþroska dýrs þar sem blöðrufóstur verður til. Blöðrufóstrið þróast síðan í kímblöðru með aðgreindum innri frumumassa sem er umlukinn næringarhýði. Blöðrufóstrið er hol kúla úr frumum sem nefnast kímfrumur. Holan nefnist kímishol og er vökvafyllt. Þegar fóstur verður til við að sáðfruma frjóvgar eggfrumu, myndast fyrst okfruma sem skiptir sér margoft og myndar frumuknippi sem nefnist hneppifóstur. Það þróast síðan yfir í blöðrufóstur þegar kímisholið myndast. Á næsta stigi fósturþroskans myndast holfóstur þar sem kímlög fóstursins myndast.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.