Ju jitsu
Útlit
(Endurbeint frá Jujutsu)
Ju jitsu, jujitsu, ju jutsu, jujutsu, jiu jutsu eða jiu jitsu[1] er japönsk sjálfsvarnarlist sem byggir meðal annars á notkun vogarafls, liðamótataka, kverkataka, högga, sparka og taugapunkta í líkama andstæðingsin til þess að yfirbuga hann. Sumir skólar kenna einnig notkun hefðbundinna japanskra vopna. Ju jitsu var þróað af japönskum samúræum. Hugtakið ju jitsu varð ekki til fyrr en á 17. öld en bardagalist samúræanna er þó töluvert eldri og á líklega uppruna sinn að rekja til 13. aldar.
Margar nútímasjálfsvarnaríþróttir eru komnar frá ju jitsu og má þar nefna júdó, aikido hapkidó og brasilískt jiu-jitsu en auk þess hafa mörg afbrigði af karate orðið fyrir áhrifum frá ju jitsu. Hefðbundið ju jitsu er þó ekki keppnisíþrótt.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Enn fleiri rithættir þekkjast til dæmis með bandstriki: ju-jutsu, ju-jitsu, jiu-jutsu og jiu-jitsu. Einnig þekkist nafnið taijutsu eða taijitsu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ju jitsu.
Þessi Japans-tengd grein sem tengist bardagaíþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.