Fara í innihald

Judge Dredd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Judge Dredd veggjalist.

Judge Dredd er myndasögupersóna sem kom fyrst fram í breska myndasögutímaritinu 2000 AD árið 1977. Sögurnar eru eftir John Wagner og Carlos Ezquerra. Nafnið er fengið frá breska tónlistarmanninum Judge Dread sem aftur fékk nafnið úr lagi eftir Prince Buster. Sögurnar eru framtíðardystópía. Þær snúast um ofurlögreglumanninn Judge Dredd sem starfar í borginni Mega-City One. Dredd er hörkutól sem dæmir glæpamenn og tekur af lífi á staðnum. Dredd er með hjálm sem hylur andlit hans sem sést aldrei bregða fyrir í myndasögunum.

Tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum, Judge Dredd frá 1995 með Sylvester Stallone í aðalhlutverki, og Dredd frá 2012 með Karl Urban í aðalhlutverki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.