Josh Stewart
Josh Stewart | |
---|---|
Fæddur | Joshua Regnall Stewart 6. febrúar 1977 |
Ár virkur | 1999 - |
Helstu hlutverk | |
Brendan Finney í Third Watch Holt McLaren í Dirt William LaMontagne Jr. í Criminal Minds |
Josh Stewart (fæddur Joshua Regnall Stewart, 6. febrúar 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Third Watch og Dirt.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Stewart fæddist í Diana, Vestur-Virginíu. Stewart stundaði nám við West Virginia Wesleyan College í eitt ár áður en hann flutti sig yfir til West Virginia háskólann, en þaðan útskrifaðist hann með gráðu í markaðsfræði. Stewart lærði leiklist við T. Schreiber Studio í New York-borg, ásamt því að vera meðlimur að 13th Street Repertory Theatre. Hélt hann áfram að koma fram í leikhúsum í Los Angeles, þar sem hann lék á móti Robert Forster og Brooke Shields í Beacon.[1] Stewart er giftur Deanna Brigidi og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Stewart var sem aukaleikari í þættinum To Green, With Love í Dawson's Creek. Árið 2004 þá fékk hann hlutverk sem lögreglumaðurinn Brendan Finney í Third Watch sem hann lék til ársins 2005. Frá 2007-2008 þá lék hann á móti Courteney Cox Arquette í Dirt. Kom Stewart síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, CSI: Miami, The Mentalist og Ghost Whisperer. Hefur síðan 2007 verið með stórt gestahlutverk í Criminal Minds sem William LaMontagne Jr., sem barnsfaðir og kærasti Jennifer Jareau.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Stewart var árið 2006 í Lenexa, 1 Mile. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Jekyll, The Curious Case of Benjamin Button, Law Abiding Citizen og Rehab.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2006 | Lenexa, 1 Mile | T.J. Ketting | |
2007 | The Death and Life of Bobby Z | Monk | |
2007 | Jekyll | Tommy | |
2008 | The Haunting of Molly Hartley | Mr. Draper | |
2008 | The Curious Case of Benjamin Button | Pleasant Curtis | |
2009 | The Collector | Arkin | |
2009 | Law Abiding Citizen | Rupert Ames | sem Joshua Stewart |
2010 | Beneath the Dark | Paul | |
2011 | Rehab | Aaron McCreary/Carl | |
2011 | The Collection | Arkin | Í eftirvinnslu |
2011 | The Big Valley | Claude | Í eftirvinnslu |
2012 | The Dark Knight Rises | ónefnt hlutverk | Kvikmyndatökur í gangi |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2003 | Then Came Jones | Bill Jenkins | Sjónvarpsmynd |
2004 | CSI: Crime Scene Investigation | Sean Cleary | Þáttur: Bad to the Bone |
2004-2005 | Third Watch | Lögreglumaðurinn Brendan Finney | 20 þættir |
2007-2008 | Dirt | Holt McLaren | 20 þættir |
2008 | ER | Daniel | Þáttur: Under Pressure |
2008 | Raising the Bar | Dan Denton | Þáttur: Hang Time |
2009 | CSI: Miami | Colin Astor | Þáttur: Smoke Gets in Your CSIs |
2009 | Southland | Vid Holmes | Þáttur: Unknown Trouble |
2009 | The Mentalist | Harlan McAdoo | Þáttur: The Scarlet Letter |
2010 | Ghost Whisperer | Robert Wharton | Þáttur: Living Nightmare |
2010 | Miami Medical | Elroy | Þáttur: An Arm and a Leg |
2010-2011 | No Ordinary Family | The Watcher/Joshua | 14 þættir |
2007-2011 | Criminal Minds | William LaMontagne Jr. | 7 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Josh Stewart“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. nóvember 2011.
- Josh Stewart á IMDb