Fara í innihald

Jonee Jonee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jonee Jonee var íslensk pönk/síðpönkhljómsveit sem var upprunnin í Garðabæ. Hljómsveitin hafði töluverða sérstöðu í tónlistarflóru þess tíma vegna hljóðfæraskipanar þar sem aðeins var leikið á bassa og trommur.

Fyrstu árin

[breyta | breyta frumkóða]

Stofnendur Jonee Jonee voru þeir Þorvar Hafsteinsson, Einar Kr. Pálsson og Bergsteinn Björgúlfsson. Hljómsveitin starfaði á árunum frá 1980 til 1982. Einar Kr. Pálsson sagði snemma skilið við hljómsveitina en Heimir Barðason kom í hans stað. Hljómsveitin var mjög virk á þessu tímabili og gaf út eina breiðskífu, Svonatorrek, sem Grammið gaf út árið 1982.

Rokk í Reykjavík

[breyta | breyta frumkóða]

Jonee Jonee kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og lék þar lögin „Af því að pabbi vildi það“ og „Hver er svo sekur?“.Breiðskífa sveitarinnar,Svonatorrek hafði að geyma 19 lög 1984 kom síðan út smáskífan Blár Azzurro. Árið 1991 var tekið upp nýtt efni með Jonee Jonee ásamt elstu lögunum, en var aldrei gefin út. Þessar upptökur eru enn óútgefnar.

Hljómsveitarmeðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

http://www.youtube.com/results?search_query=Jonee-Jonee&search_type=