João Gilberto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
João Gilberto
João Gilberto árið 2006
Fæddur
João Gilberto Prado Pereira de Oliveira

10. júní 1931(1931-06-10)
Dáinn6. júlí 2019 (88 ára)

João Gilberto (10. júní 1931 - 6. júlí 2019) var brasilískur gítarleikari, söngvari og tónskáld. Í lok fimmta áratugar 20. aldar var hann brautryðjandi í tónlistarstefnunni bossa nova; af þeim sökum er Gilberto kallaður „faðir bossa nova“ á heimsvísu en í Brasilíu er hann kallaður „O Mito“ („goðsögnin“).

Mest þekktur er Gilberto fyrir hljómplötuna Getz/Gilberto en hún var búin til í samstarfi við Stan Getz og Antonio Carlos Jobim. Þessi hljómplata varð til þess að bossa nova öðlaðist viðurkenningu um allan heim en heimsfræga lagið „The Girl from Ipanema“ var á þessari hljómplötu. Árið 1965 fékk Gilberto þrjú Grammy-verðlaun fyrir Getz/Gilberto.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.