Jaðarkostnaður
Jaðarkostnaður er í hagfræði jafn breytingunni á heildarkostnaði sem kemur til þegar framleiðslumagn er aukið.[1] Í mögum tilfellum vísar jaðarkostnaður til kostnaðaraukningar við það að bæta við einni einingu af framleiðslu, en í öðrum tilfellum til breytingarhraða (hallatölunni) á heildarkostnaðarfallinu, þar sem framleiðsla eykst um óendanlega lítið magn. Eins og jafna 1 sýnir eru útgjöldin mæld í krónum per einingu, en heildarkostnaður í krónum. Jaðarkostnaðarferillinn er jafngildur hallatölu heildarkostnaðarferilsins, eða sá hraði sem kostnaður eykst með auknu framleiðslumagni. Jaðarkostnaður er frábrugðinn meðaltalskostnaði, sem er heildarkostnaður deilt með þeim fjölda eininga sem framleiddar eru.
Jaðarkostnaður nær yfir allan kostnað sem er breytilegur eftir framleiðslustigi, en kostnaður sem er ekki breytilegur eftir framleiðslu er fastur. Til dæmis mun jaðarkostnaður við framleiðslu bifreiðar innihalda launakostnaðinn og íhlutina sem þarf til að framleiða viðbótarbílinn, en ekki fastan kostnað (t.d. kostnaðinn við verksmiðjubygginguna sem breytist ekki með aukinni framleiðslu). Jaðarkostnaður getur verið annaðhvort til skammtíma- eða langtímajaðarkostnaður, en það fer allt eftir því hvaða kostnaður er breytilegur með framleiðslu, þar sem að til lengri tíma litið má breyta framleiðsluþáttum (s.s. vélum og tækjum) til að henta fyrir það framleiðslumagn sem framleiða skal.
Ef kostnaðarfallið er samfellt og diffranlegt, er jaðarkostnaður fyrsta afleiða kostnaðarfallsins með tilliti til framleiðslumagnsins :[2]
Ef kostnaðarfallið er ekki diffranlegt er hægt að lýsa jaðarkostnaði á eftirfarandi hátt:
þar sem táknar magnbreytingu sem jafngildir einni einingu.
Jaðarkostnaður til skamms tíma
[breyta | breyta frumkóða]Skammtímajaðarkostnaður er breytingin á heildarkostnaði þegar framleiðslumagn er aukið til skamms tíma og hlutu kostnaðarins (framleiðsluþáttanna) er fastur. Á myndinni hægra megin má sjá að ferill skammtímajaðarkostnaðarins er U-laga, með framleiðslumagn á x-ásnum og kostnaði á hverja einingu á y-ásnum.
Til skemmri tíma litið er ýmis framleiðslukostnaður sem fyrirtæki standa frammi fyrir fastur, óháð því magni sem fyrirtækið framleiðir (þetta geta t.d. verið byggingar, vélar, o.fl.). Annar kostnaður eins og vinnuafl og hráefni eru breytilegir með framleiðslumagni og birtast þannig í skammtímajaðarkostnaðinum. Jaðarkostnaður getur fyrst lækkað, eins og á skýringarmyndinni, ef aukakostnaður á hverja einingu er hár ef fyrirtækið starfar á of lágu framleiðslustigi, eða hann getur byrjað flatt eða hækkað strax. Á einhverjum tímapunkti hækkar jaðarkostnaður þar sem aukning á breytilegum framleiðsluþáttum eins og vinnuafli setja vaxandi þrýsting á fastafjármuni (t.d. stærð verksmiðjubyggingarinnar) og leiða til minnkandi framleiðni (lögmálið um minnkandi jaðarframleiðslu). Til lengri tíma litið myndi fyrirtækið auka fastafjármuni sína (byggingar, vélar) til að anna sem best viðkomandi framleiðslumagni; Þegar talað er um "til skemmri tíma" er átt við það tímabil þar sem ekki er hægt að breyta þessum fastafjármunum.
Jaðarkostnaður til lengri tíma
[breyta | breyta frumkóða]Þegar litið er til "langs tíma" er átt við það tímabil þar sem engir framleiðsluþáttanna eru fastir. Allt, þar á meðal verksmiðjustærð og vélar, er hægt að breyta til að passa sem best fyrir það framleiðslumagn sem óskað er eftir. Þar af leiðandi má sjá að jafnvel þótt skammtímajaðarkostnaður hækki vegna takmarkana í breytingum á framleiðsluþáttum, getur langtímajaðarkostnaður verið fasti. Eða með öðrum orðum getur verið vaxandi eða minnkandi stærðarhagkvæmni ef tæknistig eða jaðarfremleiðni breytist við magnbreytingu. Á teikningunni hægra megin má sjá að bæði getur verið satt, þar sem jaðarkostnaðurinn lækkar fyrst (aukin stærðarhagkvæmni) og hækkar síðan (lögmálið um minnkandi jaðarframleiðslu).[3]
Dæmi um jaðarkostnað
[breyta | breyta frumkóða]Gerum sem dæmi ráð fyrir að heildarkostnaður við að búa til eina gosflösku séu 30kr og að heildarkostnaður við að búa við tvær gosflöskur séu 40kr. Jaðarkostnaðurinn við framleiðslu gosflaskanna minnkar úr 30kr í 10kr við framleiðslu seinni gosflöskunnar (40kr - 30kr = 10kr). Ef við tökum annað dæmi má sjá að þegar fastur kostnaður er til staðar, er hægt að reikna út jaðarkostnaðinn eins og sýnt er í töflunni hér fyrir neðan.
Framleiddar einingar | Heildarkostnaður | Meðalkostnaður | Jaðarkostnaður |
---|---|---|---|
0 | 10 (Fastur kostnaður) | ∞ | - - |
1 | 30 | 30 | 20 |
2 | 40 | 20 | 10 |
3 | 48 | 16 | 8 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ O'Sullivan, Arthur; Sheffrin, Steven M. (2003). Economics: Principles in Action. Upper Saddle River, NJ: Pearson Prentice Hall. bls. 111. ISBN 0-13-063085-3.
- ↑ Simon, Carl; Blume, Lawrence (1994). Mathematics for Economists. W. W. Norton & Company. ISBN 0393957330.
- ↑ The classic reference is Jakob Viner, "Cost Curves and Supply Curve," Zeitschrift fur Nationalokonomie, 3:23-46 (1932).