Fara í innihald

Jarðbreyting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hugmynd listamanns um breytingu loftslags á Mars.

Jarðbreyting eða jarðsköpun er sú hugmynd að í framtíðinni verði hægt að aðlaga umhverfi annarra reikistjarna, tungla eða annarra geimfyrirbæra, þannig að lífverur sem eru upprunnar á Jörðinni geti lifað þar óstuddar.

Hugmyndin kemur bæði úr vísindaskáldskap og vísindum. Árið 1961 stakk bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan upp á því að breyta umhverfi á Venus. Enska hugtakið terraforming var fyrst notað af rithöfundinum Jack Williamson í smásögunni „Collision Orbit“ frá 1942, en hugmyndin kemur fyrir í eldri vísindaskáldskap.

Fýsileiki þess að jarðbreyta Mars hefur verið ræddur af nokkurri alvöru, meðal annars á ráðstefnu á vegum NASA. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera tæknilega mögulegt (sem er umdeilt) er ekki talið raunhæft að neinn aðili á jörðinni myndi fjármagna slíkar aðgerðir.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.