Jörundur háls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jörundur háls Þórisson var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu og nam land í mynni Vatnsdals, fyrir utan Urðarvatn og til Mógilslækjar og bjó á Grund út frá (eða undir) Jörundarfelli, að því er Landnáma og Vatnsdæla saga segja.

Jörundur var frilluborinn sonur Þóris jarls þegjanda og því bróðir Vigdísar konu Ingimundar gamla. Hann kom með Ingimundi til Íslands og nam land að ráði hans. Vatnsdæla segir að hann hafi verið mikill maður fyrir sér, sem ætterni hans var til. Sonur hans var Már á Másstöðum.