Jökulalda
Útlit
Jökulalda eða urðarbak er sporöskjulaga hæð sem hefur myndast undir jökli og inniheldur jökulruðning. Hæðin liggur í stefnu sem er samsíða skriðstefnu jökulsins. Jökulöldur geta verið allt að kílómetri að lengd og 50 m breiðar. Venjulegt form á jökulöldum er að þær eru straumlínulaga og egglaga, eins og hálfgrafið egg.