Jöklar á Tröllaskaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smájöklar við Dýjafjallshnjúk.

Jöklar á Tröllaskaga eru allmargir. Þeir liggja milli allt að 1500 metra hárra fjalla, í um 800-1300 metrum og eru kallaðir dal-, skálar- eða hvilftarjöklar. Flestir liggja þeir í skugga fyrir sterkustu sumarsólinni. Jöklarnir eru yfirleitt um 1 km² að stærð en nokkrir ná 3–5 km² stærð. Alls eru þetta um 150 jöklar sem þekkja um 150 km².

Jöklar tóku að myndast og stækka aftur fyrir um 5.500 árum en áður hafði verið um 3000 ára skeið þar sem svæðið var jökullaust. Útbreiðsla þeirra náði hámarki á árunum 1750 til 1900.

Listi yfir helstu jökla[breyta | breyta frumkóða]

  • Gljúfurárjökull
  • Tungnahryggsjökull
  • Myrkárjökull
  • Þverárjökull
  • Teigarjökull
  • Búrfellsjökull
  • Deildardalsjökull
  • Barkárdalsjökull
  • Hjaltadalsjökull
  • Bægisárjökull
  • Unadalsjökull
  • Vindheimajökull

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

NÍ - Jöklar á Tröllaskaga Geymt 25 júní 2020 í Wayback Machine