Fara í innihald

Yorkshire

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jórvíkurskíri)
Gamla sýslan Yorkshire innan Englands

Yorkshire (stundum kallað Jórvíkurskíri) er gömul sýsla á Norðaustur-Englandi og er stærst svokallaðra „hefðbundu sýslna“. Flatarmál sýslunnar er 15.000 km² en þar búa yfir fimm milljónir manns. Hún skiptist í þrjú svæði, sem hétu ridings (af fornnorræna orðinu þriðingr, „þriðjungur“ eða „hreppur“) á ensku, það er að segja West, North og East Riding. Meginhuti svæðisins sem tilheyrði heðfbundnu sýslunni Yorkshire er nú á svæðinu Yorkshire og Humber, sem er einn af níu embættislegum landshlutum á Englandi. Sýslan sjálf skiptist nú í þrjár smærri sýslur sem bera heiti gömlu hreppanna: Austur-Yorkshire, Norður-Yorkshire og Vestur-Yorkshire.

Tákn sýslunnar er hvíta rósin sem tilheyrir York-ættinni. Í sýslunni er haldið upp á Yorkshire Day, staðbundinn hátíðardag sem er haldinn 1. ágúst, þar sem allir borgarstjórar og bæjarstjórar koma saman og fagna deginum. Fagnaðurinn felur í sér nokkra staðbundna siði sem eru ekki til annarsstaðar á Englandi, eins og til dæmis Long Sword Dance (Langsverðadansinn).

Mállýskan sem töluð er í Yorkshire er stundum kölluð „þykk“ en þetta orð er líka notað sem gælunafn á fólki frá sýslunni. Löngum hafa skandinavísk áhrif sett svip sinn á sýsluna og tungumálið sem er notað þar.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.