Fara í innihald

Jón hrak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón hrak var íslensk þjóðsagnapersóna sem var sagður hafa verið óbótamaður í lifandi lífi, en eftir dauða hans var hann lagður þversum í gröf við Skriðuklaustur (suður-norður). Var hann jarðaður þannig til þess að hann lægi kyrr og gerði engum mein. Hans er samt hvergi getið í kirkjubókum. Fræg vísa segir frá Jóni hrak, sem er þannig:

Kalt er við kórbak,
kúrir þar Jón hrak.
Ýtar snúa austur og vestur
allir, nema Jón hrak,
allir, nema Jón hrak.

Stephan G. Stephansson orti um Jón hrak, heilt kvæði. Þar segir til dæmis:

Kirkjubækur þar um þegja -
þó er fyrst af Jóni að segja,
hann skaust inn í ættir landsins
utanveltu hjónabandsins.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.