Jón Magnússon (skáld)
Útlit
Jón Magnússon (17. ágúst 1896 – 21. febrúar 1944) var íslenskt skáld og þekktastur fyrir ljóðabók sína Bláskógar. Hann fæddist í Fossakoti í Andakíl, Borgarfirði, en fluttist til Reykjavíkur árið 1916.
Fyrsta braglínan í öðru erindi ljóðsins Líknargjafinn þjáðra þjóða varð að kjörorðum Landhelgisgæslunnar árið 2001. Orðin eru: Föðurland vort hálft er hafið. Ljóðið birtist í ljóðasafninu Bláskógar sem kom út árið 1945, en birtist upphaflega 1940 í Sjómannablaðinu Víkingi. [1] Eiginkona Jóns var Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi, ritstýra Nýs Kvennablaðs. Þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörgu, Ragnheiði og Sigríði.