Jón Magnússon (skáld)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jón Magnússon (17. ágúst 189621. febrúar 1944) var íslenskt skáld og þekktastur fyrir ljóðabók sína Bláskógar. Hann fæddist í Fossakoti í Andakíl, Borgarfirði, en fluttist til Reykjavíkur árið 1916.

Fyrsta braglínan í öðru erindi ljóðsins Líknargjafinn þjáðra þjóða varð að kjörorðum Landhelgisgæslunnar árið 2001. Orðin eru: Föðurland vort hálft er hafið. Ljóðið birtist í ljóðasafninu Bláskógar sem kom út árið 1945, en birtist upphaflega 1940 í Sjómannablaðinu Víkingi. [1] Eiginkona Jóns var Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi, ritstýra Nýs Kvennablaðs. Þau eignuðust þrjár dætur, Guðbjörgu, Ragnheiði og Sigríði.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Líknargjafinn þjáðra þjóða; birtist í Sjómannablaðinu Víkingi 1940

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.