Jón Kr. Ólafsson - Ljúfþýtt lag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Kr. Ólafsson - Ljúfþýtt lag
Bakhlið
SG - 170
FlytjandiJón Kr. Ólafsson
Gefin út1983
StefnaSöng og dægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Jón Kr. Ólafsson - Ljúfþýtt lag er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1983. Á henni syngur Jón Kr. Ólafsson íslensk söng og dægurlög. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á píanó í öllum lögunum nema lögum nr. 6 og 12. Þau lög eru af plötu Facon. Filmuvinna og prentun: Prisma

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Myndin þín - Lag - texti: Eyþór Stefánsson - Gísli Ólafsson
 2. Litli vin - Lag - texti: Jolson/DaSilva/Brown/Henderson - Freysteinn Gunnarsson
 3. Taktu sorg mína - Lag - texti: Bjarni Þorsteinsson - Guðmundur Guðmundsson
 4. Dagný - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson
 5. Heimir - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Grímur Thomsen
 6. Ljúfþýtt lag - Lag - texti: Jón Ástvaldur Jónsson - Hafliði Magnússon
 7. Það vorar - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Jón Magnússon
 8. Til Unu - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Davíð Stefánsson
 9. Ég lít í anda liðna tíð - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Halla Eyjólfsdóttir
 10. Tondeleyó - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson Hljóðdæmi
 11. Fjallið eina - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Grétar Ó. Fells
 12. Unaðsbjarta æskutíð - Lag - texti: Jón Ástvaldur Jónsson - Hafliði Magnússon

Jón Kr. Ólafsson[breyta | breyta frumkóða]

frá Bíldudal, meðal kunningja alla jafna bara Jón Kr., allir vita hver það er.

Jón Kr. hefur sett svip sinn á samtíðina þar vestra, hann er einn þeirra lífskúnstnera sem auðga umhverfi sitt á hinn margvíslegasta hátt. Undirritaður hefur átt samleið með Jóni Kr. meira og minna undanfarna þrjá áratugi og fengið að njóta margra gullkorna, sem frá honum hafa komið í söng, í myndum og ekki hvað síst í tilsvörum, sem oft á tíðum eru hreint óborganleg. Það er nú svo, að smápláss úti á landi eru ekki á allra vörum daglega og því þykir manni nokkuð um þegar einstaklinga þaðan er getið í fjölmiðlum. Slíkur var metnaður á árum áður, að sem strákhnokki roðnaði maður af stolti þegar staðarins var getið, jafnvel þótt einungis væri um skipafréttir að ræða.

Jón Kr. hefur á hinn bóginn komið nafni heimabyggðar sinnar, Bíldudals, út í ljósvakann all oft á undanförnum árum og kynnt hana sem best má verða með söng sínum í útvarp, auk þess sem hann hefur mjög oft komið fram á skemmtunum og glatt með söng sínum. Hann getur fyrirvaralaust stigið á svið og sungið flest þau dægurlög, sem gengið hafa hérlendis síðustu þrjá áratugi, en einnig og ennþá betur lætur honum að takast á við alvarlegri og erfiðari verkefni í söng, enda heíur hann verið burðarás kirkjukórsins á Bíldudal um langt skeið, svo og kirkjustarfsins þar í heild.

Ekki má gleyma þeim þætti sem málaralistina varðar, en nokkur seinni árin hefur Jón Kr. verið áhugasamur frístundamálari. Það er mér einlægt gleðiefni að fá söng Jóns Kr. vinar míns á plötu og svo veit ég að er um alla þá sem til þekkja, því honum er frá náttúrunnar hendi gefin gullfalleg söngrödd og þaðan hefur hann hinn „rétta tón", honum gafst ekki kostur á að leita hans í söngskólum.

 

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Af þeim 250 hljómplötum sem ég hefi gefið út á tæpum 20 árum er mér sértaklega eftirminnileg fjögurra laga plata frá árinu 1969 þar sem hljómsveitin Facon á Bíldudal flutti fjögur lög. Hinn mikli áhugi söngvara hljómsveitarinnar fyrir því að gera allt eins vel og framast var mögulegt hreif mig, því hér var um áhugamannahljómsveit að ræða þar sem að hvorki hljóðfæraleikarar eða söngvarar höfðu hlotið menntun á sviði tónlistarinnar. Söngvarinn heitir Jón Kr. Ólafsson. Við urðum kunningjar upp úr þessu samstarfi og hefi ég síðan þá heyrt Jón syngja mörg falleg íslensk einsöngslög og gera þeim frábær skil. Nokkrum þessara laga hefur nú verið safnað saman af hljóðritunum sem til voru og eru þau hér í heild á hljómplötu ásamt tveimur lögum af fyrrgreindri plötu Facon. Mér þykir vænt um að hafa átt aðild að útgáfu plötunnar.