Jón Guðmundsson í Hítardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Guðmundsson (15587. febrúar 1634) var skólameistari í Skálholti og síðan prestur í Hítardal frá árinu 1590 til dauðadags, eða í 44 ár.

Foreldrar Jóns voru Guðmundur Jónsson, bóndi og lögréttumaður á Hvoli í Saurbæ, og kona hans Þórunn Sigurðardóttir. Hann sigldi til Brimaborgarar sextán ára að aldri og var þar í skóla í þrjú ár en síðan í Kaupmannahafnarháskóla í fimm ár. Þá kom hann til Íslands og varð sveinn Gísla Jónssonar biskups en síðan skólameistari 1585 og gegndi því starfi til 1589. Árið 1590 varð hann prestur í Hítardal. Hann var sagður einn lærðasti maður landsins, röggsamlegur og mikilmenni, „hataði ekki kvenfólk“.

Hann var í biskupskjöri á móti Oddi Einarssyni en sagt er að það hafi unnið á móti honum að hann hafi verið grunaður um að hafa orðið fyrir áhrifum af kalvínisma þegar hann var í námi í Brimum. Hann var prófastur í Mýrasýslu í 38 ár en sagði af sér 1625 vegna sjónleysis og elli. Hann var blindur seinustu árin.

Kona séra Jóns var Guðríður Gísladóttir og giftust þaðu 1595. Hún var dóttir Gísla Þórðarsonar lögmanns. Guðríður varð líkþrá og dó árið 1620, 43 ára að aldri. Einn sonur þeirra var Þórður Jónsson, prestur og fræðimaður í Hítardal. Annar sonur þeirra, Gísli, var stúdent en var dæmdur til lífláts fyrir þjófnað. Hann var þó náðaður árið 1632 gegn greiðslu fébóta.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „Skólameistararöð í Skálholti. Norðanfari, 59.-60. tölublað 1880“.