Fara í innihald

Jón Gústafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Einarsson Gústafsson
Fæddur29. júlí 1963 (1963-07-29) (61 árs)
StörfLeikstjóri,
handritshöfundur

Jón Einarsson Gústafsson (f. 29. júlí 1963) var vinsæll þáttastjórnandi á níunda áratugnum, þar sem hann kom að stjórn margra sjónvarps- og útvarpsþátta sem einkum voru ætlaðir ungu fólki. Má þar nefna: Rokkarnir geta ekki þagnað, Unglingarnir í frumskóginum og spurningakeppnina Gettu betur þegar hún var fyrst haldin árið 1986. Síðar stýrði hann spurningaþættinum SPK fyrir yngri keppendur.

Hann hafði lært kvikmyndagerð við Manchester Polytechnic, og leikstjórn fyrir kvikmyndir og leikhús við CalArts, þar sem leiðbeinandi hans var Alexander Mackendrick, leikstjóri við Ealing Studios. Hann leikstýrði kanadísku heimildarmyndinni Reiði guðanna (2006), þar sem Gerard Butler, Wendy Ord, Sarah Polley, Paul Stephens og Sturla Gunnarsson fóru með hlutverk. Það var önnur mynd hans fyrir CBC Newsworld, fréttastöð kanadíska ríkissjónvarpsins, en fyrsta myndin sem hann gerði fyrir þau var The Importance of Being Icelandic. Annað sem hann fékkst við meðan hann bjó í Kanada var meðal annars kvikmyndin Kanadiana (2002) og tónlistarmyndband við lagið Brighter Hell fyrir kanadísku rokksveitina The Watchmen. Hann framleiddi verðlaunastuttmyndina In a Heartbeat (2010), sem leikstýrð var af Karolinu Lewicka, á vegum framleiðslufyrirtækis hans, Artio Films. Jón var leikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar Skuggahverfið (2020) ásamt Karolinu Lewicka.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jon Gustafsson“, Wikipedia (enska), 14. mars 2019, sótt 7. janúar 2020


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.