Jón Arnórsson eldri (sýslumaður)
Jón Arnórsson eldri (f. 1734, d. 26. apríl 1792) var sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Hann var albróðir Jóns yngri, sem var sýslumaður í Ísafjarðarsýslu. Jón var sonur Arnórs Jónssonar sýslumanns í Belgsholti í Melasveit og Steinunnar Jónsdóttur konu hans. Jón lærði lög við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann varð skrifari Skúla Magnússonar landfógeta og síðar aðstoðarmaður Hans Wiums sýslumanns Múlasýslu, en þeim lynti ekki.
Jón varð sýslumaður Snæfellsnessýslu 1778. Hann bjó fyrst á Ingjaldshóli, svo í Bjarnarhöfn og síðast á Elliða í Staðarsveit og dó þar. Kona hans var Guðrún yngri Skúladóttir landfógeta. Þrjú barna þeirra komust upp og eru ættir frá þeim. Jón var drykkfelldur og örlátur og sóaði fé sýslunnar í fátæklinga sem liðu mikinn skort á þessum tíma. Lá við að hann yrði sviptur sýslunni vegna þessa, en það varð þó ekki.