Jólasálmar
Útlit
Jólasálmar | |
---|---|
EXP-IM 58 | |
Flytjandi | Helena Eyjólfsdóttir, Páll Ísólfsson, Ragnar Björnsson |
Gefin út | 1958 |
Stefna | Jólasálmar |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Jólasálmar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir fjóra jólasálma við undirleik Páls Ísólfssonar og Ragnars Björnssonar sem leika á Dómkirkjuorgelið. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Heims um ból - Lag - texti: . Franz Gruber - Sveinbjörn Egilsson
- Í Betlehem er barn oss fætt - Lag - texti: Danskt þjóðlag - Valdimar Briem - ⓘ
- Ó Jesú bróðir besti - Lag - texti: Berggren - Páll Jónsson - ⓘ
- Ástarfaðir himinhæða - Lag og texti: Reichardt - Steingrímur Thorsteinsson
Ó, Jesús bróðir besti. Sb. 503
[breyta | breyta frumkóða]- Ó, Jesús bróðir bezti
- og barnavinur mesti,
- æ, breið þú blessun þína
- á barnæskuna mína.
- Mér gott barn gef að vera
- og góðan ávöxt bera,
- en forðast allt hið illa,
- svo ei mér nái' að spilla.
- Það ætíð sé mín iðja
- að elska þig og biðja,
- þín lífsins orð að læra
- og lofgjörð þér að færa.
- Þín umsjón æ mér hlífi
- í öllu mínu lífi,
- þín líknarhönd mig leiði
- og lífsins veginn greiði.
- Mig styrk í stríði nauða,
- æ, styrk þú mig í dauða.
- Þitt lífsins ljósið bjarta
- þá ljómi' í mínu hjarta.
- Með blíðum barnarómi
- mitt bænakvak svo hljómi:
- Þitt gott barn gef ég veri
- og góðan ávöxt beri.